föstudagur, mars 31, 2006

Fann þetta hjá sólon strákunum

Hvar er ég?

 Posted by Picasa

fimmtudagur, mars 30, 2006

Tannpínupúkinn

Þarna er nú fjörið mikið, Ingvar með þetta bros!! Pétur búinn að taka útúr sér tennurnar. Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 28, 2006

Er óhollt að reykja?

Ég held ekki, nú reykja danir eins og þeim sé borgað fyrir það stórfé og ekki detta þeir niður dauðir útum allt. Nei! þeir hlaupa og hjóla eins og það sé skemmtilegt og eru alltaf kátir, þetta vekur að sjálfsögðu spurnir hjá mönnum eins og mér sem eru hættir að reykja og dauðsjá eftir því oft á tíðum. Lars Ole vinnufélagi minn er gott dæmi, hann er að keyra svona gámabíl eins og ég, hann reykir og bölvar all svakalega (gengur einnig í tréklossum) og ekkert svosem athugavert við það, nema hvað að kauði átti frí í dag og mætti á stað sem ég var að vinna á í fjólubláum og skrautlegum spandex galla með einhvern keppnis reiðhjóla hjálm og á þessu líka fína keppnis reiðhjóli. Neil Armstrong hefði fengið ristilkrabba hefði hann séð þetta, kappinn sté af fáknum, sagði farir sínar sléttar og kvaðst hafa hjólað margar mílur í dag svo tók hann upp prins pakkan og svældi í sig, ég glápti bara á hann og vissi að svona vildi ég verða þegar ég yrði stór. Reykingar eru gefandi og skemmtilegur félagi á lífsleiðinni, ég sakna þess daglega.
Góðar stundir.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Enginn verður óbarinn nágranni

Svo er nú það, ég sit hérna með skjálfta og adrenalínið flæðir um æðar mér, þannig er að rétt áðan er bankað og Jónína fer til dyra, svo heyri ég að hurðinni er skellt og Jónína æpir á mig! ég spratt upp og rauk fram og út og bjó mig undir að berja mann og annann, ég var viti mínu fjær af reiði því ég bjóst við hinu versta, þar stóð þessi stóri pakistani sem býr hérna í næstu íbúð og var mikið reiður ég byrjaði á því að öskra á hann hvaða læti þetta væru og bauð honum að ég myndi ganga í skrokk á honum, þá var hann fúll yfir því að við settum alltaf sígarettustubbana hans á þröskuldinn hans, ég gerði honum það alveg ljóst að því mundi ég aldrei hætta og bauðst aftur til að lemja þennan stóra mann, hann þáði það ekki og þá hófust miklar rökræður sem enduðu með því að hann lofaði að hætta þessum sóðaskap.
Ég fer inn og þá leiddi Jónína mér það fyrir sjónir að þetta hafi nú verið óþarfa æsingur og full mikil karlhormón af minni hálfu, tíu mínútum síðar banka ég hjá kauða og bað hann afsökunnar á þessum tilboðum um barsmíðar, hann tók vel í það og nú erum við vinir. Hvað má nú læra af þessu???

þriðjudagur, mars 21, 2006

Morgunstund

Ég þarf alltaf að vakna klukkan 5 á morgnana til að fara í vinnuna, það var ekki beint auðvelt til að byrja með og kallinn oft ansi beyglaður síðdegis, nú horfir annað við, það er bara fínt að fara snemma út og horfa á sólina koma upp um 5:30. Í dag var frábært veður og fyrsta vísbending um vorið komin, bændur eru farnir að dreyfa og vökva, blóm í vegkanti og bara vorlykt í lofti. Þetta er algjörlega besti tími ársins og ég elska ykkur öll afar mikið, Fögnum vori og striplumst í dögginni.
Kveðja
óskarinn ykkar allra.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Sir Charles Spencer Chaplin

Þessi maður var einn mesti snillingur kvikmyndasögunnar. Ég var að fá í hús Countess from Hong Kong og verð að segja að hún er snilld! Hvað veistu um hann? Allir að segja eitthvað því þá er svo gaman Posted by Picasa

föstudagur, mars 10, 2006

Ræðumaður dauðans

Púff!!! Ég hef þann einstaka hæfileika að lenda alltaf í einhverju veseni og undarlegum uppákomum, í dag fór ég á fund með sendiherra Íslands í danmörk. Svavar Gestsson fyrrverandi Alþýðubandalagsmaður og töffari í alla staði, hann var frábær og sýndi málefnum mikinn áhuga, verra var þegar hann bað mig að standa upp og halda tölu fyrir konsúlinn nýráðinn, ég er ekki það góður í dönsku!!!! en gerði það samt og bara gaman.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Gert er ráð fyrir stormi......................


Það hefur verið talsvert hlýrra á fróni en hér í baunverjalandi nú í vetur og þá er ég nú hættur að skilja þessa vitleysu! ég flutti ekki hingað til að láta mér verða kalt út í eitt...
Veturinn í fyrra var sá kaldasti í 40ár hérna og þessi vetur er virkilega að reyna að gera betur, það er kalt alla daga! En það mun vora fljótlega og þá er næsta víst að maður verður ekki fjarri góðu gamni.
Hérna er mynd af litla englinum mínum sem er nýorðin 5 mánaða. hún er frábær eins og mamma hennar. Þið eruð líka frábær, klöppum fyrir okkur öll sem eitt, svona já,, og teygja,, og rétta,, Þá verður þetta ekki lengra í bili,,, góðar stundir.

mánudagur, mars 06, 2006

Enginn er verri þótt hann vaki

Ég hef alla æfi átt erfitt með svefn þá meina ég að ná svefn, þegar svefninum er náð þá á ég ekkert erfitt svo ég viti. Í gærkveldi fórum við hjú til rekkju á mjög kristilegum tíma ca 10, það var notalegt í alla staði og áður en langt um leið var frú Jónína sofnuð, ég átti ekki sömu lukku að fagna svo ég vakti hana auðvitað til að segja henni að ég væri ekki sofandi, þegar þarna er komið við sögu er klukkan um 12, ég spjallaði við kvinnu og svo fór að hún sofnaði aftur. Þarna lá ég einn í nóttinni skíthræddur við að verða andvaka, það er nefnilega ekki neitt spaug að aka fluttningabíl hálfsofandi í Aarhus! svo varð klukkan eitt.......hálf tvö.......þrjú...... bæ ðö vei þá átti ég að byrja að vinna hálf sex! ég lá þarna eins og hálfviti og gat ekki annað þangað til ég fór á fætur klukkan fimm! ósofinn!!! frábært og æðislegt í alla staði!!! ég byrjaði að vinna og var bísna teygður og tussulegur, nú er klukkan hálf níu kvöldið eftir og ég hef sofið í tvo tíma á síðustu 36tímum! ég er að fara að sofa og það er ekkert sem getur stoppað mig heheheheheheheheh.

Við þá sem óttast um geðheilsu mína vil ég segja. Góða nótt.

föstudagur, mars 03, 2006

Veðurskip

Já skjótt skipast veður í lofti eins og skáldið sagði forðum. Á mánudag var ég í háskóla, á fimmtudag varð ég gámabílstjóri!! þetta atferli mitt er varla til eftirbreytni en hvað um það? ég var ekki að fíla mig í háskóla frekar en öðrum skólum sem ég hef heimsótt um tíðina. Ætli ég sé ekki bara of kleifhuga fyrir þetta? hvað haldið þið??