þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ungviðurinn ég

Hérna gefur að líta kallinn í ungdæminu norður á skagaströnd. Myndin fjær er af mér tekin ca. feb 1972 og myndin nær er 1975, þá var nú tíðin önnur gott fólk. Gula skyrtan er frekar stutt á kallinn en að öðru leiti var ég í fíling..................... Posted by Picasa

laugardagur, febrúar 25, 2006

Þorrinn út...Góan inn

Nú er svo komið að það fer að vora hvað og hverju, það er næsta víst að ég mun njóta þess ærlega enda langþreyttur á skammdeginu, vonandi kemur slatti af fólki í heimsókn í sumar, hérna kemur nefnilega sumar góðir íslendingar. Númalingur og ungar hans koma í dag og ég er bara nokkuð góður, glöggir sjá að ég hef ekki rassgat að segja og það er bara þannig, Góðar stundir.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Sviðsskrekkur.

Haldiði að það hafi nú ekki verið gaman hjá mínum í skólanum í dag er minn vippaði sviðakjamma á borð Dana, þetta uppátæki mitt kom misvel við fólkið og horfðu margir á þegar ég og tveir skólabræður mínir snæddum smetti þetta, þarna leið manni eins og fuðudýri í færeysku fjölleikahúsi!, þarna voru nokkrir múslimar og þótti þeim þetta óviðeigandi með öllu og báðu þeir Múhammad að fyrirgefa okkur þennan viðbjóð hið snarasta, gaman að því. Höfðu nokkrir orð á því er ég beit augað í tvennt að ég væri karlmaður mikill og eflaust marga fjöruna sopið í gegnum tíðina, nú er það svo að fólk gengur að mér og biður mig að éta þetta og hitt í tíma og ótíma, einnig má reikna með að ég verði að fylgja þessu atriði eftir með einhverskonar áhættuatriði, en hvað? hvað getur þú ráðlagt mér um næsta atriði??

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Unaðsstundir

Þetta er mynd úr brúðkaupi okkar Prjónínu,
Þar stigu vinir og vandamenn okkar á svið og gerðu gaman, takk fyrir það. Posted by Picasa

mánudagur, febrúar 20, 2006

Heimsóknartími

Nú eru dagar heimsókna og þar fer fríður hópur um mínar dyr, Ingvar,Binni og Guffi Swiss voru hér ásamt Birki frænda mínum og ljúfmenni, Gauti minn kom frá sundaborg svo gistu Þórdís og Eva sæta vinkona hennar, þær eru reyndar báðar afburða sætar, Pálína systir og Sam hennar maður koma á morgun svo kemur Númalingur mjög fljótlega, einhverjir hafa hótað í viðbót að koma en enginn staðfest.
Ég á besta son í heimi, hann heitir Jóhann Freyr, alltaf kallaður Jói og ég sakna snúlla afskaplega þessa dagana, svo á ég bestu konu í heimi hún Jónína mín er best og það er frábært hvað hún er frábær, ef hún fer einhverntíma frá mér þá er ég að spá í að fara með henni. fyrst ég er svona mjúkur þá er best að sleppa sér alveg! Þið eruð öll æðisleg og ég er vinur ykkar allra, sérstaklega þeirra sem commenta hjá mér!!, góðar stundir.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Þuríðardagur.

Þegar neyðin er stærst þá er gott að hringja í þurý og hún reddar málum, hún er rokin út blessunin að versla fjóra tugi af flatkökupökkum fyrir mig án þess að slá feilpúst. Það er ekki þar með sagt að þið getið rokið til og hringt í hana eins og vindurinn, því fer fjarri, ég sit einn að kjetkötlunum í því máli, ég þekki vart greiðvirkari manneskju og því hef ég ákveðið að 16 Febrúar ár hvert sé Þuríðardagur, fögnum því öll sem eitt.

Ungviðin mín

Þetta eru fallegu börnin mín, falleg ekki satt? Posted by Picasa

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hjónaveiki

Já hjónaveiki er merkilegur fjandi, fyrst fær konan beinverki og hita og svo tekur karlinn við og reynir að verða jafn eða meira veikur, þetta vorum við hjónin að upplifa í fyrsta sinn og höfðum lítt gaman af, Petrína Pála lék hinsvegar á alls oddi meðan mamma og pabbi vældu eins og kettir á glóð, ég hef ekkert getað föndrað við svalaprojectið mitt og því verða komandi gestir að sæta. Það er blót um helgina og ég (varaformaðurogritariíslendingafélagsinsíaarhusognágrenni) fæ frítt inn, við hjón förum í fyrsta sinn frá afkvæminu en það (afkvæmið) verður í öruggum höndum Þórdísar Supernanny og hennar starfsfólki, við ætlum að drekka brennivín og gefa einhverjum á kjaftinn eins og gert er á góðum blótum. Bróðir minn hann Gulli mun stíga á stokk með sinni hljómsveit, frændi minn Birkir mun stíga á sama stokk með Ingvari spekúlanti og bandi, gríðarþétt og áhugaverð dagskrá, kem ég þarna hvergi nærri og er feginn, því ég og kella ætlum að skemmta okkur saman eins og í denn.

Chris Farley hefði orðið 42ja ef hann hefði ekki reynt að klára öll eiturlyf Bandaríkjana, blessuð sé minning hans og þeirra(eiturlyfjana).

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Barsmíðar

Ég hef hafið barsmíðar á svölunum, þar hef ég hrúgað inn miklu magni af tréspýtum og mun byggja mikinn og öflugan bar fyrir langþyrsta gesti mína, fyrst þarf að klæða og einangra gólf og svo teppaleggja, síðan rís barinn, hann mun heita óskabar, ekkert meir um það að segja.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Rakari skotinn fyrir prest.

Minnstu mátti muna að besti hárskeri íslands hefði farið á fund feðra sinna! Símon vinur minn var í síkagó um helgi sem leið, þar kom maður með skotvopn og rændi Símon! manni er brugðið og vill ekki hugsa það dæmi til enda, hvað ef???? ég er feginn því að ekki fór verr, sjálfur hef ég lent í því að horfa ofaní byssuhlaup og get kvittað uppá að það er ekki beint hressandi.

Afmæli,, Burt Reynolds er sjötugur í dag, Manuel Noriega er 68, Leslie Nielsen er áttræður og Hanni back er þrítugur, fögnum því og reynum að óska þeim öllum til hamingju.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Dagar tíðinda og leiðinda.

Mörgu að fagna þessa dagana, móðir mín Skilar af sér á morgun sextugasta og sjöunda árinu með brosi á vör (verð að muna að hringja).
Ingvar minn kemur eftir viku, sviðakjammar og pungar væntanlegir með vorskipinu.
Top model vertíðin búin.
Og síðast en ekki síst American Idol að byrja hér í DK, óskapar truntuskapur er það nú hjá dönum að vera svona seint á ferðinni með þetta! Maður þarf að fara í einangrun til að vita ekki hvað verður! Það þarf að taka á þessu máli.
Ég fór í klippingu í dag og það var hundleiðinlegt, ég þoli ekki að láta klippa mig og vera með hár útum allt, hvar er Símon? Hann hefur þjónustað höfuð mitt lengi og hann passar að ég fái ekki allt hárið uppí mig, hann er endalaust tillitsamur og nærgætinn í alla staði. Meðan þessi illa klippandi trunta réðist á höfuð mitt eins og um heyskap væri að ræða og vildi fá andvirði tveggja og hálfs Carlsberg kassa fyrir! er það furða þó maður skvetti duglega í sig? Að þessu sögðu kveð ég og þakka þeim sem hlíddu, góðar stundir.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Uffe Elleman & Anders Fogh

Báðir komu þeir kumpánar í Sjónvarpið mitt áðan og ræddu vandann, Elleman var myrkur í máli og bað dani að læra af þessu og vera ekki að hæða trú og trúarbrögð fólks, sagðist hafa varað við svona löguðu og því væri staðan þessi, Fogh varaði við alþjóðlegu neiðarástandi ef ekki yrði komið ró á málið, hann fagnaði stuðningi Nató og EU og hvaðst bíða átekta.
Berlingske tidende var með forsíðumynd af ungum dreng sen spurði pabba sinn, "Hví hata þeir okkur svona mikið,,?

Hvað finnst ykkur um þetta?

Skortur á óþolinmæði

Enn magnast hatur hárblautra á dönum, það má vera að skopteiknimyndir þessar af heilögum Múhameð spámanni hafi verið ósmekklegar að einhverju leiti, en hver man ekki eftir því er Amerískur teiknari gerði mynd af kóraninum á hraðleið í klósettið? hvar voru fánabrennar þá? kannski vita þessir geðsjúklingar betur en að ráðast gegn könum? Danir eru með ótrúlega þolinmæði, þeir sem ég hef talað við eru allir á því að bíða og vona að þetta jafni sig, ég er ekki að segja að danir skuli vígbúast og brenna fána, heldur væri allt í lagi að skipta skapi yfir þessu! en nei á meðan verðið á ölinu hækkar ekki, þá hækkar ekki blóðþrýstingur dana.
Trúlega varð það norsku blaðakonunni Line Fransson til lífs að hún þóttis vera Íslendingur meðal æstra mótmælenda í Íran í fyrrakvöld. Line greinir frá þessu í pistli sínum á vefsíðu norska blaðsins Dagbladet.
Hún er ekki einu sinni dani!!! hvenær komast þessir hálfvitar að því að við Íslendingar vorum danir? hvað þá?
Fari þetta rugl ekki hjaðnandi er ég alveg á því að mjög illa fari, en lifum í von um frið börnin góð.

Endilega segið mér ykkar skoðun....

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Comments!!!

Nú var ég að laga þetta með commentin, nú geta allir commentað og það er vel þegið
Comment away!!!!!!!

Maður sáir því sem maður uppsker

Ég tek flestu íslensku fagnandi þessa dagana, máske örlítil þrá í heimahaga, Gunni fjöl-listamaður hringdi miðdegis í gær og var heldur betur með góss undir höndum, tvær vídeóspólur sem móðir hans hafði samviskusamlega myndritað á Idolið íslenska, við létum ekki segja okkur það tvísvar heldur brunuðum í fordinum yfir í lystrup, þetta var sannarlega mikið gaman og við vorum öll sammála um að þetta væri hörð keppni og spennan mikil, þarna var ung stúlka með andlitskippi sem mér líkaði ákaflega vel við, þetta var svokallaður dómaraþáttur, þar í kjölfarið kom svo fyrsti þáttur úr smáralind og þessi líka glæsilega leikmynd! Danska idolið fölnar við hlið þess, verður það keypt næst? mest þykja mér hafa skemmtanagildi fraseringar dómara.
Hún er eins og innistæðulaus ávísun........ Maður sáir því sem maður uppsker......þetta hentar öllu sem þú gerir í kvöld...... Fyrir þá sem voru síðastir uppí rútuna..... þeir eru snilld!!

Staðreind: Al Lewis sem lék afan í Munsters var að láta lífið, hann laug um aldur til að fá hlutverkið (sagðist fæddur 1910) í raun var hann fæddur 1923 og var á mínu reki er hann hóf að leika afan, http://www.deadoraliveinfo.com/dead.nsf/lnames-nf/Lewis+Al

Ég er ungur og ekki reyna að selja mér annað.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Íslendingafélag

Ég er í svona Íslendingafélagi hérna í Árhúsum og það er sko ekki leiðinlegt, hér er krökt af spennandi fólki og alltaf eitthvað að gerast, ef þú lesandi góður ert eða þekkir einhvern á þessu svæði og átt enga vini og allt í drasli,,, þá skal sá hinn sami rísa upp og koma í félagið, margt skemmtilegt í vændum og allar líkur á að þú eignist vini og vandamenn, svo er bara að skrá sig, kíktu hér--)http://www.isfan.dk/index.htm

Ps, Ég vil að Sylvía nótt fari í eurovision! pétur kemst þá í útlandið.. ástæða til fögnunar...

laugardagur, febrúar 04, 2006

Áfengisóverð.....

Við hjón bruggðum okkur af bæ fyrir skömmu og ókum í átt að landi germana, þar er dönum sælt að verzla bjórdrykki og kruðirí, það er skemmst frá því að segja að Áfengis og okurverzlun ríkisins ætti að dauðskammast sín.
Þarna verslaði ég vel yfir hálft tonn af öli og hellings af spíritus, Herlegheitin kostuðu að andvirði 60 þús, ísl!!! Fyrir ættingja og viðkvæma ber að taka það fram að þetta er kolólöglegt og bráðskemmtilegt, góssið er ekki til einkaneyslu, Ingvar er að fara að koma og þorrablót. Posted by Picasa

Evróvísion

Nú þykir mér ljóst að hún Sylvía nótt er pjúra snillingur, En þar sem ég bý í danalandi þá næ ég ekki alveg að átta mig á henni (nær því einhver?) þó heyrði ég lagið hennar og ég fíla það fínt sem evróvísund og það væri gaman að vita hver er að baki þessu undri? hver er svona snjall?
En mikið er gaman að fá svona comment á bloggun þessa, fyrstur á mælendaskrá var minn eini aðdáandi og stórverslunarmaður Ingvar, sá sami og ætlar að koma að spila fyrir mig á þorrablóti hér í strumpalandi, svo kom Guðrún sterk inn og kann ég henni þakkir fyrir, Ásta mín sat ekki á liði sínu og varpaði á mig spurn um hví ég ekki hefði sett saman evróvísionlag? ég hef bara aldrei hugað að því, hins vegar mun ég leggjast í samningabúðir með hækkandi sól og halda áfram að dreyma um plötu.

Dagur lauga og gönguferða

Nú skal hver sem vettlingi getur valdið skunda útfyrir og spóka sig, ég og Jónínan mín ætlum að viðra barnið okkar og skoða bæinn í leiðinni, það er lennska að gera eitthvað menningalegt á laugardögum, þegar fólk á allmennt að vera heima hjá sér að þvo sér rækilega, Litla barnið mitt er að stækka eins og henni sé borgað fyrir það, hún mætti slefa minna......
Það er morgunljóst að kallinn eldist vel Posted by Picasa
Ég tek öllum ábendingum og uppbyggilegri gagnrýni fagnandi, svo lengi sem það er ekki eitthvað vesen og flókið........
Nú tekur við kvalarfullt ferli þar sem ég læri á þessi ósköp, ég er nebblega týpan sem les ekki leiðbeiningar, það er bara þannig

föstudagur, febrúar 03, 2006

Hvað segir netheimur gott?

Hér er ég og get ekki annað, hef ákveðið að gerast bloggvera eftir talsverðar vangaveltur og tilraunir til bloggs