mánudagur, júlí 24, 2006

Pabbastelpa

Ég er besti pabbinn allavega hérna heima sendið mér nú myndir gott fólk, annars verð ég fúll Posted by Picasa

mánudagur, júlí 17, 2006

Fríleysi

Fyrsti vinnudagur eftir frí er kominn að kveldi, ágætis dagur með fullmiklum hita og brennandi sól. Fríið var þó miklu betra því ég er nánast búinn að eiða öllum stundum með konunni og börnunum, veit ekkert betra þessa dagana en að vakna eldsnemma með Petrínu og leika við hana, svo hef ég Jóann minn líka þannig að allt er eins og ég vil hafa það, Hvað er að frétta frá Íslandi? eða einhversstaðar annarsstaðar? Farið ykkur hægt og góðar stundir.

laugardagur, júlí 15, 2006

Tívolíið og við

Þarna erum við í tívolíinu hér í bæ, gaman og fjör. Myndina tók Huginn frændi minn og gæðablóð. Posted by Picasa

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Ford A

Jói fílaði þennan Posted by Picasa
 Posted by Picasa

Fornbílar

Hér er kallinn á bílasafni í Gern fyrr í dag, þar eru yfir hundrað bílar og allir í einkaeign, þetta var akkúrat eitthvað fyrir mig og mína, við höfðum öll gaman af þessu, allir ættu að skoða þetta safn á leið sinni um Danmörk.
Safnið fær fimm bjóra af sex mögulegum.

Luvlí Posted by Picasa

mánudagur, júlí 10, 2006

Reyklausa árið mitt

Þetta er spes dagur því ég hætta að sjúga logandi reyktóbak fyrir nákvæmlega ári síðan.
Margt vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og ég hefði ekki trúað að ég gæti hætt en raunin var önnur, eins og oft þá höfðu fæstir trú á að ég gæti þetta. Það er aftur merkilegt hvað fólk getur verið vantrúa á mann, "þú heldur þetta ekki út,, "þú verður byrjaður eftir mánuð,, Af hverju ekki að vera bara jákvæð og uppbyggjandi þegar fólk er að reyna að yfirstíga hjall sem þennan, það er reyndar alveg sama hvort það eru reykingar eða hvað annað, móralskur stuðningur er gulls í gyldi.
Jóinn minn er hjá okkur og litla fjölskyldan sameinuð og það er mikið gaman