miðvikudagur, september 27, 2006

Fagnaðarerindi

Já nú höfum við hjónin ákveðið að taka okkur frí og breggða okkur til Íslands þann 25 okt til 12 nóv. Það er alveg kominn tími á að hitta vini og ættingja.
Tilgangur ferðar þessarar er að skemmta okkur með ykkur og það ærlega! sem dæmi um það er Halli Hólm búinn að bjóða okkur á hótel Blönduós þar sem oftast er fjör mikið og mjöðurinn mjúkur.

Hlökkum til að leika við ykkur.

þriðjudagur, september 26, 2006

Veikastur.

Mér hefur ekki liðið vel undanfarið, ég er búinn að vera mikið veikur og það tekur mjög á sálina þessa dagana. Andlega hliðin er eitthvað sem ég tala aldrei um en læt nú vaða. Ég þoli ekki hve óheppinn ég er! ég hef slasast oftar en ég kæri mig um að muna og orðið veikur of oft, ég man ekki hve oft ég hef farið í sjúkrabíl, hve oft ég hef legið á sjúkrahúsi, hve mörg bein ég hef brotið, hve marga vöðva ég hef rifið, ég er löngu hættur að segja fólki frá þessu því það er bara þreytandi og gerir mig þunglyndan, hver nennir að standa endalaust í þessu?

Annars er ég góður.....................

mánudagur, september 25, 2006

Hættur allstaðar

Hún dóttir mín er ekki sátt við að róla eins og sést.... Posted by Picasa

miðvikudagur, september 20, 2006

Fólk deyr af völdum byssa

Skrýtinn heimur sem við búum í, fólk er að skjóta hvort annað útum allan heim en samt vilja allir frið? USA ganga nú alltaf manna lengst í rugli og öfgum og það eitt að þú megir eiga hríðskotabyssu heima hjá þér (Texas) ef einhver skildi asnast til að koma inná lóðina þína og segja eitthvað við blóðþyrsta dobermann hundinn þinn sem gæti orkað tvímælis. Árlega er haldin hrekkjavaka þarna úti og þá fá æði margir að horfa ofaní byssuhlaup, spurningin er? er þetta svokallað Superpower? geta þeir talað um mosambik sem þriðjaheim?

mánudagur, september 18, 2006

Kaffi og sígó

Eftir geðbilað langan tíma eða 4 sólarhringa er loks komið vatn á gettóið okkar og við fögnum eins og sómali með fötu af vatni, í dag gekk ég að vatnslögninni til að gæta að framgangi verks, þar var kunnugleg sjón, 5kallar að spekúlera hvort þeir næðu að gera eitthvað fyrir kaffi og einn að moka með svona minigröfu, ég stóð þarna í góða stund og fylgdist með, allan tímann spáðu þeir helling og reyktu álíka mikið, það eina sem var eftir var að splæsa þessu saman og hleypa vatni á! Þetta var klukkan eitt! vatnið kom um fjögur!!!. Danir eru lélegustu helv starfskraftar í heimi! 4dagar? ein lítil lögn? Megi þeir allir fá blæðandi niðurgang og kíghósta í stíl. ef þú þekkir danskan verkamann þá bið ég ekki að heilsa honum!!

Þessi reiði var úr skálum mínum og í boði bykó
Við skulum sjá hvað gerir mig vitlausan næst. Bless.

fimmtudagur, september 14, 2006

Vatns, sjónvarpsleysi og almennt vitleysi

Það er alveg með ólíkindum hve miklir molbúar og aular Danir geta verið! það má ekkert koma uppá þá er fjandinn laus og enginn gerir neitt fyrr en allt er farið í drasl!
Það fór vatnslögn hérna við blokkina í gær og hún er víst af einhverri stærð sem hvergi finnst! þetta er erfitt fyrir mig að skilja því allar stærðir af neysluvatnslögnum eru jú til og alls ekki erfitt að nálgast þær, í dag fór ég út og sá hvar vatnið bunaði uppúr jörðinni og feitir kallar horfðu á og spekúleruðu mikið, Plís!!! þetta er svo lítið mál að laga!!! til að bæta gráu ofan á svart þá horfðu þeir á sjónvarpskassan á floti og voru að spá í því hví ekkert sjónvarp væri á allri blokkinni, einhversstaðar er einhver sem borgar þessum mönnum fyrir að horfa á svona og vera heimskir, seinna í dag kemur vatnstankur við blokkina og við verðum að sækja vatn út! á morgun er föstudagur og þá hætta þessir aumingjar á hádegi og þá verður vatns og sjónvarpslaust framyfir helgi!!!!!!!!!!!!


Sprengjuhótun á lestarstöðinni í dag og allt í panikki!?!"
á svona dögum langar mig heim

Lilla í legolandi

Þarna er hún Petrína mín í legolandi (sem var lokað) enda er komið haust þó hitinn sé mikill þessa dagana. Posted by Picasa

þriðjudagur, september 12, 2006

Skokka!

Ég er farinn að skokka smá hring hérna í sveitinni og það gengur þannig fyrir sig að ég skokka smá og blæs eins og búrhvalur (Hvalur í búri?) og geng smá spotta, svo skokka ég smá og byrja svo að hósta og gelta eins og berklasjúklingur og held þannig áfram, er þetta gáfulegt? ég er enginn Íþróttabjálfur!!!!
Við sjáum hvað ég endist í þessu.
Love Óskar.

sunnudagur, september 10, 2006

Baðstrandababe

Erum við ekki sæt? Posted by Picasa

mánudagur, september 04, 2006

Blessaður afinn minn

Aðfararnótt laugardags lést hann afi minn eftir viku legu. Hann hét Skafti Jónasson og bjó á Skagaströnd öll sín ár, hann varð 91 árs og átti að ég held hamingjuríka ævi. Ég get svosem ekki sagt mikið um hann annað en það að hann var ljúfur og rólegur grásleppukarl, ég mun sakna hans mikið og votta ykkur sem hans sakna samúð mína alla, fyrir mér var hann fulltrúi síðustu aldar, mikill hafsjór sagna og fróðleiks og síðast en ekki síst elskaður faðir, afi, langafi og langalangafi.