þriðjudagur, október 24, 2006

Ljósið mitt

Hvernig er hægt að standast þetta bros? Posted by Picasa

mánudagur, október 23, 2006

Heimur versnandi?

Maður spyr sig? hve slæmt er ástandið í íslenskri pólitík ef það þarf að veita dæmdum þjóf "uppreisn æru,, til að manna þingið?. Það er með ólíkindum að þetta skuli viðgangast og það að eins og svo oft áður þá segja íslendingar ekki stopp!. Það eru nokkrar hræður sem tuða um þetta í sínu horni og búið. Spurning mín er þessi, af hverju eru íslendingar svona fljótir að gleyma? Jú sannarlega má segja að það beri að fyrirgefa, en það er einfaldlega andskoti erfitt að "gleyma,, þegar þingmaður íslenska lýðveldisins misnotar stöðu sína gróflega. Það er sannarlega mun alvarlegra sökum alls þess trausts sem þingmaður hefur. Hve margir eru endurráðnir eftir gróft brot í starfi? ég gæti þulið mörg dæmi þess hve harkalega þessi maður hefur gengið fram í yfirgangi og skjóli embættis, en spara mér það því það gleymist jafn óðum.

Skamm góðir íslendingar, það eru margir færir menn að bíða þess að komast á þing og þjóna hagsmunum ykkar af heilindum. Þessir menn er veljast á þing eru fulltrúar ykkar og þar verða að vera strangheiðarlegir og fyrirmyndarmenn á ferð.

miðvikudagur, október 18, 2006

Úti að leika

Hérna erum við úti að leika, hún er nú ekki alveg sátt við sand og bleitu, enda dama þarna á ferð. Posted by Picasa

sunnudagur, október 15, 2006

Einstæður faðir

Konan á leið uppá Ísland á morgun. Við feðgin verðum ein í kotinu og förum svo 25,okt á vit ævintýra á Íslandi. Ég hlakka mikið til að hitta alla, sérstaklega Jóann minn. luv ya all

föstudagur, október 13, 2006

Snorri Helgason

Í morgun kvaddi Snorri þennan heim. Hann var afi Jónínu í föðurætt. Ég hitti hann oft og ætíð var hann dásamlegur í minn garð. Þetta var karl af gamla skólanum, eflaust strangur á yngri árum en er ég kynntist honum var hann orðinn frekar veikur og maður sá í raun bara skuggan af þessum stolta manni. Ég veit að Jónína mín á eftir að sakna afa síns mikið, Svo og aðrir nákomnir Snorra. Ég vil votta þessu góða fólki mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímamótum.

Guð blessi ykkur öll.

miðvikudagur, október 11, 2006

Ísland nálgast

Þá er búið að ákveða að fara á þann margrómaða stað Blönduós um leið og lennt verður á íslandi.
Gæðingurinn Halli Hólm er búinn að redda okkur bústað og er útlit fyrir að fjöllistahópurinn Grautur skemmti fullu fólki, Grautur var stofnaður af mér og Halla fyrir nokkrum árum til að þvo peninga og mun því aldrei spila fyrir peninga, það hefur ekki brugðist þau skipti sem við höfum spilað.

Þannig er nú það......

sunnudagur, október 08, 2006

Afmælisungi

Þarna ber að líta litlu afmælisstelpuna mína. Hún var eðlilega hrærð yfir að fá köku. Ekki hef ég meir að segja í bili....... Posted by Picasa

miðvikudagur, október 04, 2006

Mataræði

Já ég er kominn með mataræði! mig langar að eta útí eitt, þetta kemur stundum yfir mig og ég veit ekki af hverju en ég passa að láta ekki undan því, annars verð ég feitur og þá vill Jónína mig ekki lengur og ég verð róni...... eða eitthvað svoleiðis. Nú er ferðin til Íslands á næstu grösum og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað skal gert á skerinu góða? einhverjar hugmyndir?

mánudagur, október 02, 2006

Íþróttabjálfinn

Síðustu þrjár vikur hefur undirritaður verið duglegur í líkamsrækt og hollustu, samt sit ég fastur í 87kílóum og hreyfist ekki þaðan, furðulegt?.
Það er gaman að fara í ræktina og sjá hvernig hinir gera, sumir eru svaka klárir og gera svona æfingar sem ég gæti aldrei án þess að togna eða brotna, aðrir labba um og dæsa þungt yfir því hve þetta er erfitt, svo eru þeir sem eru alltaf að hnikkla vöðvana og horfa á sig í speglinum, það er allavega gaman að horfa á þetta góða fólk berjast til betri heilsu og fallegum kropp.
Það er komin hellings tilhlökkun í okkur að fara til íslands og hitta alla, það verður stuð mikið.

Litla barnið mitt er með hita og er voða slöpp, hún vill bara kúra hjá manni og það er besta tilfinning í heimi! hún er einmitt núna að kalla á mig bæbæ.

Óskarinn