þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Skemmtileg mynd

Þetta eru pabbi, Númi og Birta sem er akkúrat að sulla heilum bjór í kjöltu afa síns eins og sjá má. Hún greiddi bjórinn að fullu og dauðsá eftir öllusaman Posted by Picasa

föstudagur, nóvember 24, 2006

http://www.dundurfrettir.blogspot.com/

Kíkið á þetta gott fólk. Einfaldlega besta "cover,, band íslands fyrr og síðar og vel þess virði að fara og upplifa frábæra hæfileikamenn að verki.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Einfari sem á tvífara á selfossi

Frá því ég man eftir mér hef ég verið einfari. Hvers vegna veit ég ekki, þó var ég frekar utanveltu sem barn og unglingur. Ég einhvernveginn passaði ekki eða var ekki meðtekinn í þá hópa sem mynduðust í skólum. Það var auðvitað soldið leiðinlegt þá en það plagar mig ekki í dag og hefur ekki gert í mörg ár svo ég muni. Margir af þeim sem ég þekki hafa mikla þörf fyrir félagsskap og margmenni, ég verð að segja að oft langar mig að vera þannig líka. En á móti kemur að mikill hluti af mínum tíma fer í að afla mér þekkingar og skilnings á öllu sem hugurinn nær yfir, ég brýt heilan um allt sem mér dettur í hug og reyni að ná skilning á því sem ég fæst við það skiptið. það mætti deila um hvort tímanum sé betur varið í félagsskap og ræktun tengsla. Sjálfsagt er það eðlilegra? en hver segir hvað er eðlilegt og hvað ekki? þó skildi maður aldrei gleyma því hve margbrotin og ófyrirsjáanleg manneskjan er. Þetta er stórskemmtilegt umhugsunarefni er það ekki?
Kannski er ég bara skrítinn.

Ps. já ég á víst tvífara á selfossi.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Börninmín stór og smá

Ég ákvað að setja hérna mynd af ungunum mínum, ég er svo stoltur. Posted by Picasa

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Tilkynning til veffarenda.

Við hjón höfum ákveðið að eiga von á öðru barni, barn þetta er með áætlaðan komutíma seint í maí, þetta er gert gagngert til að fá hærri barnabætur. Það er alveg ótrúlega gott að vera kominn heim aftur, ég er greinilega að skjóta rótum hér í danmörkinni og það er sko ekkert slæmt.
Því er nú ver að við gátum ekki heimsótt alla sem okkur langaði, þið verðið bara að fyrirgefa okkur það elskurnar okkar, Kiddi Gall og frú koma á morgun og verða í vikutíma, fleira er ekki í fréttum, góðar stundir.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ísland

Hér er ég á íslandi og hef ekki bloggað í góðan tíma, það lagast á sunnudag því þá fer ég heim til mín í baunasúpulandið, dóttir mín kallar mig afa og reindar alla aðra.

Hún um það og þið um ykkur.