mánudagur, október 22, 2007

Spandering

Það að spandera þekkjum við Íslendingar vel, við kaupum okkur það sem okkur langar í þegar okkur langar í það. En var þetta alltaf svona? nei því ekki var nú ríkidæmi íslendinga mikið á fyrri öldum og er það að stórum hluta Dönum um að kenna. það var ekki fyrr en eftir stríð þegar Marshall aðstoðin fór að sjá Íslendingum fyrir vinnu á sjó og landi með til dæmis fjármögnun fjögurra síðutogara sem ég man nú ekki hvenær voru keyptir. Pointið er að spandering Íslendinga er mjög eðlileg afleiðing ofvæðingar, þegar lítilli þjóð er sparkað úr myrkum miðöldum inní tækniöld. Það má alveg segja að ísland hafi verið 3ja heims land til loka átjándu aldar og var svo orðið í fremstu röð tækni og viðskipta í heiminum hundrað árum seinna. Hér er annað point, íslendingar hafa þurft að aðlagast breytingum ótrúlega hratt og það markar lífshætti okkar, semsagt hraði og mikil aðlögunarhæfni. Dugnaður Íslendinga er vel þekktur hér í skandinavíu og vonandi verðum við alltaf svona.

laugardagur, október 20, 2007

Hér kemur það gott fólk

Jú því er ófagnandi dugnaði mínum við bloggið, það hefur margt gengið á síðustu daga, vinnubíllinn bilaður og ég hef ekkert getað unnið í viku! það kemur frekar illa við veskið en við því er ekkert að gera. en annars er allt við það sama, fórum þó í afmæli um daginn og var það mjög gott að komast aðeins út. Ég hlakka mikið til að koma til íslands í desember og hitta sem flesta. meira blogg næst, bæbæ.