mánudagur, október 22, 2007

Spandering

Það að spandera þekkjum við Íslendingar vel, við kaupum okkur það sem okkur langar í þegar okkur langar í það. En var þetta alltaf svona? nei því ekki var nú ríkidæmi íslendinga mikið á fyrri öldum og er það að stórum hluta Dönum um að kenna. það var ekki fyrr en eftir stríð þegar Marshall aðstoðin fór að sjá Íslendingum fyrir vinnu á sjó og landi með til dæmis fjármögnun fjögurra síðutogara sem ég man nú ekki hvenær voru keyptir. Pointið er að spandering Íslendinga er mjög eðlileg afleiðing ofvæðingar, þegar lítilli þjóð er sparkað úr myrkum miðöldum inní tækniöld. Það má alveg segja að ísland hafi verið 3ja heims land til loka átjándu aldar og var svo orðið í fremstu röð tækni og viðskipta í heiminum hundrað árum seinna. Hér er annað point, íslendingar hafa þurft að aðlagast breytingum ótrúlega hratt og það markar lífshætti okkar, semsagt hraði og mikil aðlögunarhæfni. Dugnaður Íslendinga er vel þekktur hér í skandinavíu og vonandi verðum við alltaf svona.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En erum við Íslendingar að vera svolítið gróf í "spanderingunni"
held að það sé komin tími til að hægja aðeins á og skoða lífið svolítið betur...
en það er auðvita ég .. hræðist allar breitingar og fer hægt í hlutina.

1:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til loka nítjándu aldar reyndar, sko...

Ingvar.

11:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Abbsalúddlí fabjulus! Loksins bloggar kallinn og það með tveggja daga millibili. ÞEtta með að spandera það fer að koma tími á að spandera í eina utanlandsferð. Vinirnir eru farnir að gera verðsamanburð á milli stórborga! Ég hef bara alls ekki tekið þátt í þeim leik. Því miður held þetta hljóti að vera gaman:D
Maður á að njóta þess að vera til!

11:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home