mánudagur, nóvember 26, 2007

Nostalgía

Hér sit ég í landinu fjalllausa rétt 50kílómetrum norðan við Himmelbjerg og tæpum 90kílómetrum sunnan við Limafjörð, og læt hugan reika 25ár aftur í tíman, því þá flutti ég nefnilega frá Skagaströnd og sá punktur í lífi mínu var örugglega sá sem markaði mig mest seinni ár, ég var aldrei sáttur við að fara en hafði auðvitað ekkert um það að segja þar sem foreldrar mínir skildu. Nú síðustu daga hef ég verið að skoða síðu sem jón er með (Hann er hér linkaður til hliðar) og þar eru ótal myndir frá þessum tíma og ég sé hve miklu ég missti af þegar ég fór, ég var mikið einn næstu ár eftir flutningana og missti sambandið við æskuvinina, það er merkilegt hve gamlar ljósmyndir geta snert mann og vakið gömul sár.

En ekkert væl! sig hæl!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll vð vorum nú góðir vinir og það var nóg hjá okkur að gera á okkar yngri árum. Svo eftri að þú fluttir suður þá var nú stutt fyrir mig að heimsækja þig þegar ég var hjá honum pabba. þannig að eftir að þú fórst þá vorum við í ágætu sambandi vð gerðu ýmislegt. En það eru nú annsi mörg ár síðan við hittumst síðast, þannig að það var gaman að við skildum httast á netinu, en svona er tæknin. bið að heilsa skrifums síðar :-)

10:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sæll ég er ekki búinn að læra en á þetta kerfi hjá þér en ég Jón Arnarsson var að senda þér þetta hér fyrir ofan

10:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sæll aftur ég er líka með síðu á blok.is á mbl.is kv Jón Ar

10:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home