laugardagur, apríl 12, 2008

hæ allir

elsku besta fólk, það gaman að heyra frá honum Magga úr eyjum (fyrrum yfirmanni mínum) ég hugsa oft til þín kallinn minn, þó hugsa ég oftar til hennar Bengtu minnar sem ég hitti of sjaldan, svo er hugur minn oft hjá Ingvari en þó ekki á sama hátt, Bengta virkar öðruvísi á mig en þú Ingvar minn kæri, það er bara þannig.... og jón ég mun reyna að mæta til leiks fyrir norðan

PS christel þín er sárt saknað.

sunnudagur, mars 02, 2008

Langt síðan síðast

Hæ þið, ég hef ekki beint verið duglegur við þetta blogg, vonandi lagast það með aldrinum. en héðan er sko allt ágætt að frétta, ég vinn og vinn eins og ég get enda er ekki ódýrt að eiga hús sem þarf að klára, en það er allt að koma með efrihæðina. Patrekur töffari stóð sjálfur í gær og ég er að springa úr monti, ég reyni að blogga í byrjun september næst.

föstudagur, desember 07, 2007

Tilefni til tilhlökkunar.

Sælt veri netfólk, við erum á leið uppá ísland í næstu viku og verðum í 3vikur. Það er langt síðan ég sá föðurlandið og vá hvað maður ber sterkar taugar til heimalandsins. Vonandi náum við að hitta alla á þessu tímabili. verið hress þangað til og munið....... lífið er eins og lindukonfekt, þú veist ekki hvenær það rennur út.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Sweety


Elsku besta stelpan mín.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Nostalgía

Hér sit ég í landinu fjalllausa rétt 50kílómetrum norðan við Himmelbjerg og tæpum 90kílómetrum sunnan við Limafjörð, og læt hugan reika 25ár aftur í tíman, því þá flutti ég nefnilega frá Skagaströnd og sá punktur í lífi mínu var örugglega sá sem markaði mig mest seinni ár, ég var aldrei sáttur við að fara en hafði auðvitað ekkert um það að segja þar sem foreldrar mínir skildu. Nú síðustu daga hef ég verið að skoða síðu sem jón er með (Hann er hér linkaður til hliðar) og þar eru ótal myndir frá þessum tíma og ég sé hve miklu ég missti af þegar ég fór, ég var mikið einn næstu ár eftir flutningana og missti sambandið við æskuvinina, það er merkilegt hve gamlar ljósmyndir geta snert mann og vakið gömul sár.

En ekkert væl! sig hæl!

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Leitið og þér munuð finna


Ég fann æskufélaga minn á öldum alnetsins í gær, Jón Arnars var þar galvaskur með þvílíkt safn ljósmynda frá æskuslóðum okkar, gaman að því. Hér til hliðar eru ungarnir sprækir.

mánudagur, október 22, 2007

Spandering

Það að spandera þekkjum við Íslendingar vel, við kaupum okkur það sem okkur langar í þegar okkur langar í það. En var þetta alltaf svona? nei því ekki var nú ríkidæmi íslendinga mikið á fyrri öldum og er það að stórum hluta Dönum um að kenna. það var ekki fyrr en eftir stríð þegar Marshall aðstoðin fór að sjá Íslendingum fyrir vinnu á sjó og landi með til dæmis fjármögnun fjögurra síðutogara sem ég man nú ekki hvenær voru keyptir. Pointið er að spandering Íslendinga er mjög eðlileg afleiðing ofvæðingar, þegar lítilli þjóð er sparkað úr myrkum miðöldum inní tækniöld. Það má alveg segja að ísland hafi verið 3ja heims land til loka átjándu aldar og var svo orðið í fremstu röð tækni og viðskipta í heiminum hundrað árum seinna. Hér er annað point, íslendingar hafa þurft að aðlagast breytingum ótrúlega hratt og það markar lífshætti okkar, semsagt hraði og mikil aðlögunarhæfni. Dugnaður Íslendinga er vel þekktur hér í skandinavíu og vonandi verðum við alltaf svona.