sunnudagur, júní 25, 2006

Barnalán

Elsku besti strákurinn minn kemur á laugardaginn, ég hlakka mikið til að góna á þetta tröll sem var litla barnið mitt, hann er orðinn stærri en Ingvar! það er nú reyndar dóttir mín líka og allir aðrir, góður drengur samt.
Hér er heitt og ég vinn eins og blökkukona á nashyrningsveiðum í kalaharí, er einhver að upplifa það sama? mér er spurn???

mánudagur, júní 19, 2006

Stúlkurnar mínar

 Posted by Picasa

laugardagur, júní 10, 2006

Hita bylgja

Engu nær sólu hef ég verið, lafmóður og sveittur baslast ég gegnum daga hér og sól ófyrirgefandi, skerið mitt fagra.. hvað hef ég gert...hvar er golan... hvar er norðanáttin? Posted by Picasa

fimmtudagur, júní 08, 2006

Skógurinn heima

Já erum við ekki sæt? Posted by Picasa

sunnudagur, júní 04, 2006

Afmæltur í dag

Jú engum blöðum er um það að fletta, ég hef bætt einu ári á.
Ég verð að segja að þrátt fyrir margþátta erfiðleika og meiðsl þá má með sanni segja að hamingjuríkara ár hef ég vart átt. Það er gott að vera 35 ára vel giftur og hamingjusamur faðir tveggja fullkominna barna. Mörgum svíður undan árum sem hrannast upp hraðar og hraðar án þess að nokkrum vörnum verði við komið, þannig er ekki komið fyrir mér, ég er að verða fullorðinn loksins og fagna því.
Ef ég horfi til baka þá hefur margt drifið á daga mína, ég hef eignast góða kunningja og enn betri vini, hér eru þeir í engri röð.
Jóhann Freyr Óskarsson, Gunnar Sturla Hervarsson, Jónína Helgadóttir,Valdimar Teitur Einarsson, Ingvar Valgeirsson, Christel, Bergur Geirsson, Kolbrún Pálsdóttir, Snorri Helgason, Björn Valur, Halldór Hólm, Kristinn Gallagher, Pétur Örn Guðmundsson, Símon Hármeistari, Orri Sveinn, Steingrímur Árni Thorsteinsson, Gunnlaugur Hrærimeistari, Valdimar Númi, Einar Valdapabbi, Gulli BTB, Hólmfríður hin fagra, Margrét Úrsúla, Hannes Sigurgeirsson, Þórdís Helgadóttir, og allir hinir.

Þið eruð best......