laugardagur, febrúar 04, 2006

Evróvísion

Nú þykir mér ljóst að hún Sylvía nótt er pjúra snillingur, En þar sem ég bý í danalandi þá næ ég ekki alveg að átta mig á henni (nær því einhver?) þó heyrði ég lagið hennar og ég fíla það fínt sem evróvísund og það væri gaman að vita hver er að baki þessu undri? hver er svona snjall?
En mikið er gaman að fá svona comment á bloggun þessa, fyrstur á mælendaskrá var minn eini aðdáandi og stórverslunarmaður Ingvar, sá sami og ætlar að koma að spila fyrir mig á þorrablóti hér í strumpalandi, svo kom Guðrún sterk inn og kann ég henni þakkir fyrir, Ásta mín sat ekki á liði sínu og varpaði á mig spurn um hví ég ekki hefði sett saman evróvísionlag? ég hef bara aldrei hugað að því, hins vegar mun ég leggjast í samningabúðir með hækkandi sól og halda áfram að dreyma um plötu.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þorvaldur Bjarni var auðvitað að baki undrinu sem samdi fyrir Silviu Nótt.
og lagið komst áfram - það verður spennandi að vita hvað gerist 18.feb þá verður valið lagið sem fer út. Hlakkatil þegar þú lætur draumana rætast eftir samningabúðirnar.
Þú ert ss kominn í stjórn íslendingafélagsins?! nema hvað bið að heilsa Jónínu og Petrínu Pálu, kv Ásta

2:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þorvaldur Bjarni var auðvitað að baki undrinu sem samdi fyrir Silviu Nótt.
og lagið komst áfram - það verður spennandi að vita hvað gerist 18.feb þá verður valið lagið sem fer út. Hlakkatil þegar þú lætur draumana rætast eftir samningabúðirnar.
Þú ert ss kominn í stjórn íslendingafélagsins?! nema hvað bið að heilsa Jónínu og Petrínu Pálu, kv Ásta

2:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei hann er auðvitað ekki á bak við Silviu Nótt sjálfa.. misskildi aðeins en hún heitir Ágústa Eva snillingurinn sá

11:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home