laugardagur, febrúar 04, 2006

Áfengisóverð.....

Við hjón bruggðum okkur af bæ fyrir skömmu og ókum í átt að landi germana, þar er dönum sælt að verzla bjórdrykki og kruðirí, það er skemmst frá því að segja að Áfengis og okurverzlun ríkisins ætti að dauðskammast sín.
Þarna verslaði ég vel yfir hálft tonn af öli og hellings af spíritus, Herlegheitin kostuðu að andvirði 60 þús, ísl!!! Fyrir ættingja og viðkvæma ber að taka það fram að þetta er kolólöglegt og bráðskemmtilegt, góssið er ekki til einkaneyslu, Ingvar er að fara að koma og þorrablót. Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home