sunnudagur, ágúst 06, 2006

Þetta er ég og enginn annar

Ég er reiður núna! það gerist ekki oft eins og þeir sem þekkja mig vita, ég er með stórt hjarta og stórt skap. Of oft fæ ég að heyra gagnrýni á mig og mína persónugerð, yfirleitt er sú gagnrýni byggð á sandi eða tómt slúður. Gagnrýni verður að vera uppbyggileg og byggð á einhverjum staðreyndum, að öðrum kosti virkar hún ekki og er engum til framdráttar.
Orðin "bara,, og "afþví,, eru yfirleitt notuð af þessu auma fólki.
Ástæðan fyrir því að ég segi þetta allt hér er sú að ég er orðinn dauðþreyttur á baknagi og kjaftagangi frá svona fólki!.
Sjálfur geng ég lífsins veg með hag og þægindi annara að leiðarljósi og má ekkert aumt sjá, ég er sterkur karakter og um leið mjög viðkvæmur fyrir þeim sem standa mér næst.
Einhver góður maður sagði "Aðgát skal höfð í nærveru sálar,, og annar góður sagði "Þú skalt ekki ætlast til meir af öðrum en þú gerir af þér sjálfum,,
Næst þegar þig langar að gagnrýna einhvern, taktu þér tíma til að spá í af hverju þú vilt gera það og einnig hvort þú hafir yfirleitt efni á því, líttu þér nær og reyndu að vera betri í dag en þú varst í gær, þetta er mitt mottó og ég vil meina að það hafi gert mig að þeim manni sem ég er í dag.
Ég vil ekki þekkja fólk sem hagar sér svona og bið um að vera látinn í friði af umræddu fólki. Þið sem gagnrýnið eruð ófeimin við að láta stór orð falla og hafið sjaldnast manndóm í að sjá villu vegar ykkar, hvað þá færa rök fyrir máli ykkar. Gagnrýni ykkar er velkomin hingað inn undir augum vina minna og kunningja.

Annars er ég bara hresss (gott að taka til öðru hvoru)

Kv Óskarinn ykkar flestra

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til að enginn taki nú til sín sem ekki á inni fyrir því, þá er þessi auma persóna í pistlinum, ég Gulli.
Óskar minn : Það er enginn, utan við konuna og börnin mín, sem ég elska meira en þig. Þess vegna tek ég mér leyfi til að gagnrýna og ætlast til að þú takir því. Þér finnst ýmislegt um mig sem ég er neyddur til að taka. Mér þætti betra að ræða þetta yfir kaffibolla, en þér er frjálst að hafa þetta eins og þér sjálfum sýnist. Eina sem mér finnst ég þurfa að afsaka er að ég særði Jónínu. Jónína, fyrirgefðu, þú átt ekkert nema risastórt pláss í hjarta mínu og ég veit af þessum stóra galla mínum.Eitt að lokum: Ekki spyrja nema þið séuð viss um að þola svarið!Þið eruð mikið elskuð á þessum bæ.

10:43 f.h.  
Blogger Óskar þór said...

Vertu viss um að ég mun seint sætta mig við það að vera kallaður eigingjarn af manni sem hefur ekkert annað fengið en gjafmildi, greiðvirkni og rausnarskap af minni hálfu. Engin dæmi eru um annað!
Það er ekki viðeigandi að ræða þetta frekar hér.

Óskar

9:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home