mánudagur, september 04, 2006

Blessaður afinn minn

Aðfararnótt laugardags lést hann afi minn eftir viku legu. Hann hét Skafti Jónasson og bjó á Skagaströnd öll sín ár, hann varð 91 árs og átti að ég held hamingjuríka ævi. Ég get svosem ekki sagt mikið um hann annað en það að hann var ljúfur og rólegur grásleppukarl, ég mun sakna hans mikið og votta ykkur sem hans sakna samúð mína alla, fyrir mér var hann fulltrúi síðustu aldar, mikill hafsjór sagna og fróðleiks og síðast en ekki síst elskaður faðir, afi, langafi og langalangafi.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku fjölskylda

Innilegar samúðarkveðjur. Ég veit það af eigin raun að það er erfitt að vera svona langt í burtu frá ástvinum sínum á svona stundu.

kveðja
Fjölskyldan í Lystrup

10:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æji þetta er ekki gott að heira ei ég votta ykkur og ykkar nánustu alla mína samhúð.

6:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Votta ykkur mína samúð. KV Hóffý

9:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar samúðarkvejur. Knús og góðar hugsanir yfir hafið til ykkar.

1:57 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Takk elskurnar mínar.

8:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Megi hann hvíla í friði.
Hafðu það gott Óskar og þið öll.

1:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

alltaf erfitt þegar einhvern nákominn manni kveður þennan heim.. vona að þið hafið það öll gott. Góðir straumar frá mér til ykkar..

Bengtan

12:26 f.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Samhryggist þér með hann afa þinn. Það er eflaust ekki gaman að vera í útlandinu núna.

12:22 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Takk fallega fólk

1:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home