mánudagur, ágúst 21, 2006

Mútta

Nú er hún móðir mín og hennar tvíburasystir í heimsókn og er það vel, frábært veður og kallinn í fríi í dag og á morgun, hef þó unnið stanslaust í fjórtán daga og mun gera það ef ekki meir frá og með miðvikudegi, en hverjum er ekki sama um það? ég bið að heilsa yður og yðar.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Kofi Óskars frænda

Já vonandi verður hann minn, enn bíðum við átekta. góðar stundir Posted by Picasa

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Staðið á öndinni

Enn bíðum við átekta með hús sem við buðum í, þetta er algjör draumavilla! en það eru skemmdir á húsinu sem valda óróleika hjá lánastofnuninni og því þarf að taka kjarnapróf og greina þrýstistyrk sökkulsins ofl, fyrr lána þeir ekki Þó er ég viss um að þessar skemmdir eru yfirborðs legs eðlis og lítið mál fyrir mig að laga, sjáum hvað setur.........

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Ölseta

Við höfum nú sjaldan setið á ölinu, það er annað með dóttur okkar sem einmitt settist á ölið í Þýskalandi hér á dögunum Posted by Picasa

föstudagur, ágúst 11, 2006

Hústak

Nú erum við hjú á miklum heimilisveiðum, erum að leita að húsi til kaups hér úti og allt útlit fyrir að við séum komin með eitt............ Handlagnir vinir og félagar velkomnir sýnist mér á öllu.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Sjaldgæf sjón

Það eru ekki margar myndir af okkur saman svo hér er ein fín í boði hússins, miss you...... Posted by Picasa

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Þetta er ég og enginn annar

Ég er reiður núna! það gerist ekki oft eins og þeir sem þekkja mig vita, ég er með stórt hjarta og stórt skap. Of oft fæ ég að heyra gagnrýni á mig og mína persónugerð, yfirleitt er sú gagnrýni byggð á sandi eða tómt slúður. Gagnrýni verður að vera uppbyggileg og byggð á einhverjum staðreyndum, að öðrum kosti virkar hún ekki og er engum til framdráttar.
Orðin "bara,, og "afþví,, eru yfirleitt notuð af þessu auma fólki.
Ástæðan fyrir því að ég segi þetta allt hér er sú að ég er orðinn dauðþreyttur á baknagi og kjaftagangi frá svona fólki!.
Sjálfur geng ég lífsins veg með hag og þægindi annara að leiðarljósi og má ekkert aumt sjá, ég er sterkur karakter og um leið mjög viðkvæmur fyrir þeim sem standa mér næst.
Einhver góður maður sagði "Aðgát skal höfð í nærveru sálar,, og annar góður sagði "Þú skalt ekki ætlast til meir af öðrum en þú gerir af þér sjálfum,,
Næst þegar þig langar að gagnrýna einhvern, taktu þér tíma til að spá í af hverju þú vilt gera það og einnig hvort þú hafir yfirleitt efni á því, líttu þér nær og reyndu að vera betri í dag en þú varst í gær, þetta er mitt mottó og ég vil meina að það hafi gert mig að þeim manni sem ég er í dag.
Ég vil ekki þekkja fólk sem hagar sér svona og bið um að vera látinn í friði af umræddu fólki. Þið sem gagnrýnið eruð ófeimin við að láta stór orð falla og hafið sjaldnast manndóm í að sjá villu vegar ykkar, hvað þá færa rök fyrir máli ykkar. Gagnrýni ykkar er velkomin hingað inn undir augum vina minna og kunningja.

Annars er ég bara hresss (gott að taka til öðru hvoru)

Kv Óskarinn ykkar flestra

föstudagur, ágúst 04, 2006

Bambínos

Ég þreytist seint á að lofsyngja ungana mína, þeir eru frábærir eins og sést á meðfylgjandi myndefni, fljótlega mun ég verða duglegri við að blogga......En núna er ég bara latur og segi því haltu kjafti við alla sem vilja að ég geri eitthvað..... Posted by Picasa