fimmtudagur, september 14, 2006

Vatns, sjónvarpsleysi og almennt vitleysi

Það er alveg með ólíkindum hve miklir molbúar og aular Danir geta verið! það má ekkert koma uppá þá er fjandinn laus og enginn gerir neitt fyrr en allt er farið í drasl!
Það fór vatnslögn hérna við blokkina í gær og hún er víst af einhverri stærð sem hvergi finnst! þetta er erfitt fyrir mig að skilja því allar stærðir af neysluvatnslögnum eru jú til og alls ekki erfitt að nálgast þær, í dag fór ég út og sá hvar vatnið bunaði uppúr jörðinni og feitir kallar horfðu á og spekúleruðu mikið, Plís!!! þetta er svo lítið mál að laga!!! til að bæta gráu ofan á svart þá horfðu þeir á sjónvarpskassan á floti og voru að spá í því hví ekkert sjónvarp væri á allri blokkinni, einhversstaðar er einhver sem borgar þessum mönnum fyrir að horfa á svona og vera heimskir, seinna í dag kemur vatnstankur við blokkina og við verðum að sækja vatn út! á morgun er föstudagur og þá hætta þessir aumingjar á hádegi og þá verður vatns og sjónvarpslaust framyfir helgi!!!!!!!!!!!!


Sprengjuhótun á lestarstöðinni í dag og allt í panikki!?!"
á svona dögum langar mig heim

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

iss.. ekki er þetta nógu gott ástand!

Bengtan

8:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það meiga ekki smáhlutir koma upp á í danaveldi þá verður allt vitlaust, ég meina eins og einhver smá spreingjuhótun hvað er það ég lifði nú af jarðskjálftan 17 júní manstu.. og ekki fengum við neina aðvörun.. er það???????

2:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

thetta er ømulegt astand her i trige, vid verdum bara ad vona ad thetta komi i lag fyrir helgi.
k.v Kolla

9:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku bestu vinir, þið eruð velkomin hingað í sturtu og sjónvarpsgláp

kveðja úr Lystrup

6:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg brilljant! Danskurinn er nú ekkert að æsa sig yfir hlutunum. Þetta kemur allt með kalda vatninu!!! og ligeglad hugsunarhætti :) Fáðu þér bara öllara og vertu rólegur. Annars er fínt líka í rigningunni og rokinu... komið þið bara heim:þ

2:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig fór annars með fína húsið??

8:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home