sunnudagur, desember 03, 2006

Dagur sunnu

Helgin liðin börnin góð. Ég átti fína helgi þar sem margt rak á fjörur mínar, ég sé um Petrínu á næturnar og það er bara basl að fá þennan orm til að sofa í rúminu sínu. Ég er ekki mikið búinn að sofa undanfarið, ég er svo illa haldinn af svefnleisi að það hálfa væri sko fínt, ég fæ þetta yfir mig öðru hvoru og það er mjög pirrandi. Fór út í gær með Kollu, Hrefnu og vinkonu Hrefnu sem ég man ekki hvað heitir, það var mjög gaman. Við fórum á Train á svona eurovisionkvöld þar sem hljómsveit spilaði fullt af ömurlegum lögum. Þetta var samt þrælfínt kvöld og Kolla skemmtileg að vanda, slær ekki feilpúst kellingin. Svo var auðvitað mikil þynka og kom Jónínan mín mér til bjargar og hugsaði vel um garminn. Fleira er ekki í fréttum, góðar stundir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað hugsar maður vel um elskuna sína. Enda er þetta svefnleysi ekkert eðlilegt. elska þig múslíið mitt.

9:11 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Djöuggl skil ég svebbleysið, það sýgur feitan.

11:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég var einu sinni með svona svefnleisi reindar var það bara mykil amfetamín og koke neisla telst það með eða er þetta ekki keppni upps sagði ég enhvað vitlaust æ æ . up.s jæja ekki allt gott að frétta bara hehe jú jú jamm nei hvar er delíte er það ekki skrifað svona eða var það dell nei það er tölva en ekki tölvan mín Orri vinur minn á nebbla Dell ég á öðruvísi en Dell sem sagt aðra tegund en ekki síðri tegund heldur stittri en samt sko jú bara já ok

1:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

tak fyrir skemmtilegt kvöld,
k.v Kolla
p.s farðu nú að sofa.

10:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home