mánudagur, október 23, 2006

Heimur versnandi?

Maður spyr sig? hve slæmt er ástandið í íslenskri pólitík ef það þarf að veita dæmdum þjóf "uppreisn æru,, til að manna þingið?. Það er með ólíkindum að þetta skuli viðgangast og það að eins og svo oft áður þá segja íslendingar ekki stopp!. Það eru nokkrar hræður sem tuða um þetta í sínu horni og búið. Spurning mín er þessi, af hverju eru íslendingar svona fljótir að gleyma? Jú sannarlega má segja að það beri að fyrirgefa, en það er einfaldlega andskoti erfitt að "gleyma,, þegar þingmaður íslenska lýðveldisins misnotar stöðu sína gróflega. Það er sannarlega mun alvarlegra sökum alls þess trausts sem þingmaður hefur. Hve margir eru endurráðnir eftir gróft brot í starfi? ég gæti þulið mörg dæmi þess hve harkalega þessi maður hefur gengið fram í yfirgangi og skjóli embættis, en spara mér það því það gleymist jafn óðum.

Skamm góðir íslendingar, það eru margir færir menn að bíða þess að komast á þing og þjóna hagsmunum ykkar af heilindum. Þessir menn er veljast á þing eru fulltrúar ykkar og þar verða að vera strangheiðarlegir og fyrirmyndarmenn á ferð.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú bara eitt gáfulegasta sem ég hef lesið á þessari síðu.
Og hér kemur mín skoðun..

Mér finst satt að seija að það ætti að leggja niður þetta þing og hafa bara einhverja 3-5 menn í stjórn um að taka allar þessar áhvarðarnir og einn af þeim á auðvita að vera Dabbi Kóngur

4:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þið eruð of pólutískir fyrir mig, ég veit ekki rass í bala um neitt sem snertir pólutík og þingmensku.

12:15 f.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Við skulum þó ekki gleyma því að Árni er bara í prófkjöri, það eru aðrir sem sækjast eftir 1. sætinu. Hann er heldur ekki eini fyrrum fanginn sem sækist eftir sæti í kjördæminu, fyrrum frjálslyndingurinn vill 3. sætið, en hann sat inni fyrir kvótasvindl.
Sjálfstæðismenn leita víða fanga til að manna listann...

5:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home