miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Einfari sem á tvífara á selfossi

Frá því ég man eftir mér hef ég verið einfari. Hvers vegna veit ég ekki, þó var ég frekar utanveltu sem barn og unglingur. Ég einhvernveginn passaði ekki eða var ekki meðtekinn í þá hópa sem mynduðust í skólum. Það var auðvitað soldið leiðinlegt þá en það plagar mig ekki í dag og hefur ekki gert í mörg ár svo ég muni. Margir af þeim sem ég þekki hafa mikla þörf fyrir félagsskap og margmenni, ég verð að segja að oft langar mig að vera þannig líka. En á móti kemur að mikill hluti af mínum tíma fer í að afla mér þekkingar og skilnings á öllu sem hugurinn nær yfir, ég brýt heilan um allt sem mér dettur í hug og reyni að ná skilning á því sem ég fæst við það skiptið. það mætti deila um hvort tímanum sé betur varið í félagsskap og ræktun tengsla. Sjálfsagt er það eðlilegra? en hver segir hvað er eðlilegt og hvað ekki? þó skildi maður aldrei gleyma því hve margbrotin og ófyrirsjáanleg manneskjan er. Þetta er stórskemmtilegt umhugsunarefni er það ekki?
Kannski er ég bara skrítinn.

Ps. já ég á víst tvífara á selfossi.

6 Comments:

Blogger Guðrún said...

Þú ert skrítin. Allir heimsspekingar eru skrítnir....þú passar vel inní þann hóp;) Bið að heilsa drottningunum þínum.

9:28 f.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þú ert frábær og frábært fólk er frá-bært öðru fólki, svo við erum fín saman...

4:28 e.h.  
Blogger Gauti said...

ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið konan að kommenta en ekki þú sjálfur á sjálfan þig því þá ertu skrítnari en mig minnti . .
Las að Kiddi Gall hefði kíkt á þig . . hann mætti nú hafa fyrir að kíkja hérna niðreftir á mig einu sinni fyrst hann er að þvælast hingað út . . en hann um það.
við ættum nú að vera meira í bandi fyrst við erum í sama landinu ossonna . . Bið að heilsa.

6:21 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég sé mig svolítið í þessum pistli þínum. Nema hvað minn tvífari er víst fyrir austan, einhversstaðar.
Eníhjú, ég var sumsé líka svolítið - eða kannski mjög mikið - utanveltu sem krakki og fram á unglingsár. Ég var líka eini krakkinn í mínum bekk sem var búinn að lesa Hringadróttinssögu og James Bond-bækur í níunda bekk. Ég var líka sá eini sem vissi hver Dirty Harry var. Allir hinir í bekknum eru núna stjórnarformenn hjá KB-banka...

7:31 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Já og hver vill vera bankastjóri!!

Já Gauti við ættum að vera í bandi og ég var að kommenta á kommet Guðrúnar og hún er einmitt frábær eins og þú bara öðruvísi.. (brjóst og solleiis)

12:30 f.h.  
Blogger Gauti said...

. .annars þá get ég sagt það sama um mig í grunnskóla og framanaf. . var voða spes (og er) og var ekki mikið í miðjunni á því sem var að gerast . . þú getur spurt Cristel ;)

2:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home