Jólasveinn
Þessir alræmdu jólasveinar eru komnir á stjá og aldrei verið vinsælli. Ég er talsvert áttavilltur því ekki virðist á hreinu hve margir eru starfandi í þessum geira. Samkvæmt Bandaríkjamönnum er hann einn og heitir santaclaus/saint nick og er samkvæmt nafninu dýrlingur (saint claus) santa er Ítalska og því mætti ætla að þarna væri kaþólskur munkur á ferð en svo er ekki. Þarna er hugmyndavinna Bandarísks snillings að nafni Haddon Sundblom. Haddon skapaði þennan góðláta karl fyrir Coca cola uppúr 1920 í auglýsingaskini. En förum aftar í tíman því ekki skapaði Haddon sveinka úr engu.
Saint Nicholas, Biskup í Myra (nú Demre í Tyrklandi) kemur í leitirnar sem fyrsta vísbending um kauða. Hann fæddist 280 eftir Krist og varð eftir sinn dag gerður að dýrling yfir ungabörnum, sjómönnum, námsmönnum og Rússlandi!.
Saint Nicholas, Gift-Bearer to Europeans kemur næst og er sennilegast rótin af þessu sem við sjáum í dag, þetta er sami maður en önnur ímynd. Fram undir 1200 óx hróður hans mjög í evrópu og hann var þekktur sem "Miracle Maker", af Rússum. Um 1300 var hann orðinn "Gjafarinn" í frakklandi og því má ætla að þaðan þróist Jólasveinn nútímans.
Svo kemur Íslenska útgáfan, 9 eða 13 að tölu og alls ekki frínilegir ásjár. Sem synir skessunar Grýlu og tröllsins Leppalúða hrelldu þeir forfeður okkar með pervisnum áráttum hvers og eins. Það er ekkert fallegt við þessa sveina og sem dæmi um það er nöfn þeirra, Stúfur, Stekkjastaur, Ketkrókur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Askasleikir, Hurðaskellir, Gáttaþefur, ofl.
Giljagaur er afskaplega merkilegt nafn því það að gilja er að hafa mök og hefur því verið varpað upp hvort kauði hafi "Giljað" fé landsmanna. Önnur kenning er sú hvort kloflengd gaurs hafi spannað gil í einu skrefi.
Jóla hvað????
5 Comments:
Þetta var skemmtilega lesning. Fróðleikskorn í morgunsárið gerir gæfumunin. Bið að heilsa dísunum þínum.
Skemmtilegt að óknyttajólarnir okkar eru öldum eldri en sykurhúðaði hóhóhó-fitusekkur þeirra Ameríkana.
Ísland - best í gervöllum alheiminum... og jafnvel þótt víðar væri leitað.
þetta var mjög fróðleg lesning og skemmtileg.
tak fyrir afmæliskveðjuna.
k.v kolla
gaman að þessu . . jájá og sei sei
svo annað með þessa íslensku .. "jólasveinar einn og átta" . . það eru 9stk samtals . . en svo urðu þeir 13 einhvertíman seinna . . eðu hurfu fjórir og komu aftur . . eða hvað ?
Þeir uxu úr einum í þrettán sökum græðgi íslenskra barna sem vilja alltaf vera að fá í skóinn. Svo er það.
Skrifa ummæli
<< Home