þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Maður sáir því sem maður uppsker

Ég tek flestu íslensku fagnandi þessa dagana, máske örlítil þrá í heimahaga, Gunni fjöl-listamaður hringdi miðdegis í gær og var heldur betur með góss undir höndum, tvær vídeóspólur sem móðir hans hafði samviskusamlega myndritað á Idolið íslenska, við létum ekki segja okkur það tvísvar heldur brunuðum í fordinum yfir í lystrup, þetta var sannarlega mikið gaman og við vorum öll sammála um að þetta væri hörð keppni og spennan mikil, þarna var ung stúlka með andlitskippi sem mér líkaði ákaflega vel við, þetta var svokallaður dómaraþáttur, þar í kjölfarið kom svo fyrsti þáttur úr smáralind og þessi líka glæsilega leikmynd! Danska idolið fölnar við hlið þess, verður það keypt næst? mest þykja mér hafa skemmtanagildi fraseringar dómara.
Hún er eins og innistæðulaus ávísun........ Maður sáir því sem maður uppsker......þetta hentar öllu sem þú gerir í kvöld...... Fyrir þá sem voru síðastir uppí rútuna..... þeir eru snilld!!

Staðreind: Al Lewis sem lék afan í Munsters var að láta lífið, hann laug um aldur til að fá hlutverkið (sagðist fæddur 1910) í raun var hann fæddur 1923 og var á mínu reki er hann hóf að leika afan, http://www.deadoraliveinfo.com/dead.nsf/lnames-nf/Lewis+Al

Ég er ungur og ekki reyna að selja mér annað.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja elsku Óskar og jónina mín og litli draumurinn,,,
Ég ætla að koma og taka upp bandið hans Óskars í sumar og einhvað skemtilegt.
Bara að láta ykkur vita að ég sakna ykkar og get ekki beðið eftir að sjá ykkur

9:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ gaman að þú skulir vera kominn með blog.. tala við þig fljótlega

Snorri

9:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home