föstudagur, mars 03, 2006

Veðurskip

Já skjótt skipast veður í lofti eins og skáldið sagði forðum. Á mánudag var ég í háskóla, á fimmtudag varð ég gámabílstjóri!! þetta atferli mitt er varla til eftirbreytni en hvað um það? ég var ekki að fíla mig í háskóla frekar en öðrum skólum sem ég hef heimsótt um tíðina. Ætli ég sé ekki bara of kleifhuga fyrir þetta? hvað haldið þið??

9 Comments:

Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ertu hættur í skólanum? Ekki að það skipti máli í Danmörku, því ef þú ert vel menntaður færðu vel launaða vinnu og þá ertu skattlagður í botn og allt sem þú gerir og kaupir. Best að vera bara á bótum þar.

10:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, rosalega ertu alltaf háfleigur í blogginu...maður gæti haldið að þú hefðir klárað Íslensku í Háskóla allavegana;) ég verð nú að segja að ég skil allavegana ekki alltaf öll orðin sem þú notar...kannski er ég bara svona ung, hahahahaha....annars skiptir nú ekki alltaf máli að klára skóla...bara að maður verði ríkur, hehehe!!!!!

1:48 f.h.  
Blogger Óskar þór said...

Fyrirgefðu Þurý mín, ég er bara gamaldags, hvað er annars títt af pabba þínum?

Ingvar gætiru hangið 11 mánuði ársins á skólabekk í skýrslugerð og leiðindum?

9:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Óskar minn. Ég held að málið sé að finna nám sem þú ert að fíla. Auðvitað ef þú varst ekki að fíla þetta nám þá auðvitað að vera ekki að eyða tíma í það. En annars þá máttu samt ekki missa allann áhuga á að læra eitthvað. Mér finnst eiginlega að þið eigið bæði að læra eitthvað geggjað skemmtilegt og hitta mig á toppnum. Þar sem við ætlum öll að vera rík, fræg og æðisleg. :)

12:44 e.h.  
Blogger Guðrún said...

Sammála fyrri ræðumanni...uss uss uss.

4:54 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þið eruð frábær

5:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skammastu þín snúður að hætta í skólanum,,, Enn nú geturu orðið sannur dani fullur alla dagaeins og ég

9:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ERTU HÆTTUR Í SKOLANUM !!!! ?

Kv, Snorri

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Veðurskip Líma. Erum að líma. Garðskagaviti logar glatt. Sjófarendur eru beðnir um að koma og aðstoða við slökkvistarfið. Afsakið en mér dettur þetta bara alltaf í hug þegar ég heyri orðið veðurskip.

1:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home