föstudagur, desember 15, 2006

Hver má hvað og af hverju?

Góð spurning! Sem dæmi þá er það endalaust asnalegt þegar fólk kallar sig "listamaður" án þess að eiga fyrir því. Hvort sem það er ljóð, leik eða tónlist þá er það ekki viðkomandi sem getur byrjað að kalla sig "listamann" og komist upp með það. Listamaður er nafnbót og nafnbót er alltaf áunnin, sem dæmi um það þá er Erró "mikill listamaður". Á hinn bóginn er hægt að segja að manneskja sem numið hefur list sé "listamaður" og get ég tekið undir það að vissu marki, en verð þó að segja að ansi margir menntaðir, eru hreint slakir og ekki verðugir þessari nafnbót. Til þess að öðlast téða nafnbót þarf neitandi/njótandi listarinnar að bera hróður viðkomandi manna á milli og fyrr en varir er viðkomandi orðinn "listamaður" í augum fólksins. Þá og ekki augnabliki fyrr er skapaður listamaður. Svo þeir sem ganga um með þá flugu í höfðinu að það sé nóg að taka sér listamannsnafn og þekkja Megas til að vera "listamaður". þeir gætu vart verið fjarri lagi.

Hvað finnst þér?.... er þetta bull?

5 Comments:

Blogger Christel said...

jaa nú veit ég ekki alveg hvort ég sé sammála þér kæri vinur. Það er mismunandi túlkun á hvað er list og hvað er þá listamaður. Getur t.d. sá sem er góður í að prjóna eða sauma og er að búa til flíkur ekki verið listamaður? list finnst mér ekki bara vera sá sem er að t.d. að mála myndir. Listamannsheitið er kannski frekar flókið orð, hefur það ekki verið notað sem yfirheiti yfir allar listagreinar?
Góð pæling hjá þér og gaman að pæla í þessu. Ég hef alltaf hugsað það þannig að maður getur fengið eitthvað ákveðið heiti eftir að maður hefur áunnnið sér það eins og þú nefnir t.d. með því að klára nám í greininni, en þá er spurning hver getur metið hvort maður sé góður í greininni eða ekki og gefið manni þetta heiti. Annars lít ég upp til fólks sem nýtur krafta sinna í þágu listar hvort sem það vinnur heima hjá sér eða á vinnustofu út í bæ og hvort það hafi einhverja gráðu á bak við sig eða ekki.

Jæja yfir og út,

Kveðja, Christel

10:10 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Christel þú situr ekki á liði þínu, þú hefur mikið til þíns máls og eflaust er seint hægt að finna einhverja línu í þessu en eins og þú sagðir þá er þetta flókið heiti/nafnbót og spannar vítt.

12:46 f.h.  
Blogger Gauti said...

Fyrir mér er öllum frjálst að kalla sig listamenn ef þeir vilja . . svo sé ég bara um að dæma fyrir mig hvort mér finnist viðkomandi góður eða slæmur listamaður . . . eða listamaður yfir höfuð.
Fólk má blekkja sjálft sig endalaust eins lengi og það bitnar ekki á mér og mínum :)

6:18 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Góður punktur Gauti

7:28 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Geir Ólafs kallar sig listamann og það bitnar á mér - ég hef oft þurft að skipta um útvarpsstöð ellegar yfirgefa vínveitingastað þegar hann byrjar að jarma.

Svo er það nú.

3:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home