miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hjónaveiki

Já hjónaveiki er merkilegur fjandi, fyrst fær konan beinverki og hita og svo tekur karlinn við og reynir að verða jafn eða meira veikur, þetta vorum við hjónin að upplifa í fyrsta sinn og höfðum lítt gaman af, Petrína Pála lék hinsvegar á alls oddi meðan mamma og pabbi vældu eins og kettir á glóð, ég hef ekkert getað föndrað við svalaprojectið mitt og því verða komandi gestir að sæta. Það er blót um helgina og ég (varaformaðurogritariíslendingafélagsinsíaarhusognágrenni) fæ frítt inn, við hjón förum í fyrsta sinn frá afkvæminu en það (afkvæmið) verður í öruggum höndum Þórdísar Supernanny og hennar starfsfólki, við ætlum að drekka brennivín og gefa einhverjum á kjaftinn eins og gert er á góðum blótum. Bróðir minn hann Gulli mun stíga á stokk með sinni hljómsveit, frændi minn Birkir mun stíga á sama stokk með Ingvari spekúlanti og bandi, gríðarþétt og áhugaverð dagskrá, kem ég þarna hvergi nærri og er feginn, því ég og kella ætlum að skemmta okkur saman eins og í denn.

Chris Farley hefði orðið 42ja ef hann hefði ekki reynt að klára öll eiturlyf Bandaríkjana, blessuð sé minning hans og þeirra(eiturlyfjana).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home