miðvikudagur, apríl 26, 2006

Hurðarlaust helvíti

Nú er mér nóg boðið! þetta úldna net inters er alveg ótrúlega óstapílt og hreint glatað hér í blokkinni, ég sker upp herör og eitthvað fleira gagnlegt ef ekki verður bætt úr þessu hið snarasta!! hér hef ég skrifað hvern pistilinn á fætur öðrum og ekki getað vistað hann, fullt tilefni til málsóknar á hendur þeim vesaling sem stýrir gufuvélinni sem knýr netið. Ég er Íslendingur og verð það alltaf, það er makalaust hvað þjóðerniskenndin og ættjarðarástin eru sterk, tökum dæmi,,, í dag spurði mig fávís innræktaður dani hvort þeir ættu ekki skerið sem ég hröktist frá, maður þessi mun seint jafna sig á pistli þeim er ég las yfir hausamótum hans, þar kom ég inná þá þekktu staðreind að við erum orginal víkingar og hetjur, fallegasta kvenfólkið og sterkustu menn heims svo langt aftur að elstu menn muna ekki rass, guð blessi veðravítið Ísland og alla ábúendur þess bless,

mánudagur, apríl 24, 2006

Tæknilegir örðugleikar

Ég játa á mig leti og aumingjaskap í bloggmálum, þó hefur tæknin strítt mér líka og Jónína hefur líka strítt mér, mér hefur barasta alltaf verið strítt!!.
En nóg um það, eins og komið hefur fram áður þá er ég ruslakall og er að keyra gámum frá gámastöðvum í risastóra brennslustöð, nema hvað, á þessum gámastöðvum er margt um manninn og oft ansi þröngt á þingi, þó svo sé þá eru allir svo vingjarnlegir og kurteisir að það er bara með ólíkindum, það er sama hvað gengur á, þeir keppast við að hjálpa hvor öðrum og biðjast afsökunar, stundum fæ ég það á tilfinninguna að það sé eitthvað að þeim, ég meina hver getur endalaust brosað og verið happy eins og eitthvað fífl? ég á greinilega margt ólært börnin góð, hérna vil ég búa og ala mín börn, engin spurning, engin verðtryggð lán né rugl með eitt og annað, hananú, verið sæl að sinni.

mánudagur, apríl 17, 2006

Mánudagsblaður

Ekki er nú mikið títt úr landi Hamlets, þó er hitinn skriðinn yfir tíu stig síðustu daga, ég er að reyna að vakna til lífsins og semja tónlist og texta, ég samdi texta við lag eftir Gunnar sturlu um daginn og söng það inn í upptökuveri sem Gunni hefur aðgang að, við vorum bara kátir með þetta demó og ætlum að halda áfram að fikta, þetta er bara gaman og ekki oft sem maður finnur svona góðan samstarfsfélaga, frábært og gaman bless

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Orðaleikfimi

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar
Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar -
"#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var
Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Eiðist það sem af er tekið.

Já svo er nú það, ég hef einhverstaðar tapað 6 kílóum undanfarið, af nógu er að taka því 91 kíló sitja eftir og mættu svona 6 fara til viðbótar, nú er ég að verða 35 og hugsa oft um það hvað varð um síðustu 15 ár, þá fer ég að líta til baka og sé að þessi ár voru hreint ekki slæm, þó svo að maður hafi gengið á hvern vegginn á fætur öðrum og tekið rangar ákvarðanir þá er ég þokkalega sáttur.
Það var aldrei logn og rólegt hjá mér, ég var alltaf að, spilaði mikið fór víða og kláraði allt af batteríunum hvað eftir annað eins og margir, á þessum tíma kynntist ég mörgu góðu fólki og lærði óhemju margt.
Nú sit ég hér í Danmörkinni og er giftur dásamlegri konu sem elskar mig eins og ég er, ég á tvö fullkomin börn og góða ættingja, hvað er hægt að byðja um meira? Commentið hvort sem ég þekki yður eður ei.

föstudagur, apríl 07, 2006

Allt fram streymir

Ég fæddist árið 1971 og man ekkert eftir því, hins vegar man ég þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og sumarfrí voru ekki til, þá kostaði kúlan 5kall á bensínstöðinni og við lékum okkur allan daginn, Halli Odds (síðar söngvari stripshow) kúkaði úti og snjórinn náði alltaf uppá þak. Þetta var allt á síðustu öld gott fólk, var hún betri en þessi?

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ósögulegir tímar

Það ber lítið á daga mína og allt við það sama, þó er ég hressari en oft áður og horfi spánskur fram á veginn, ber einnig ómælda ást til ykkar allra og því fagna ég stöðugt og í kór.