mánudagur, apríl 24, 2006

Tæknilegir örðugleikar

Ég játa á mig leti og aumingjaskap í bloggmálum, þó hefur tæknin strítt mér líka og Jónína hefur líka strítt mér, mér hefur barasta alltaf verið strítt!!.
En nóg um það, eins og komið hefur fram áður þá er ég ruslakall og er að keyra gámum frá gámastöðvum í risastóra brennslustöð, nema hvað, á þessum gámastöðvum er margt um manninn og oft ansi þröngt á þingi, þó svo sé þá eru allir svo vingjarnlegir og kurteisir að það er bara með ólíkindum, það er sama hvað gengur á, þeir keppast við að hjálpa hvor öðrum og biðjast afsökunar, stundum fæ ég það á tilfinninguna að það sé eitthvað að þeim, ég meina hver getur endalaust brosað og verið happy eins og eitthvað fífl? ég á greinilega margt ólært börnin góð, hérna vil ég búa og ala mín börn, engin spurning, engin verðtryggð lán né rugl með eitt og annað, hananú, verið sæl að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home