miðvikudagur, apríl 26, 2006

Hurðarlaust helvíti

Nú er mér nóg boðið! þetta úldna net inters er alveg ótrúlega óstapílt og hreint glatað hér í blokkinni, ég sker upp herör og eitthvað fleira gagnlegt ef ekki verður bætt úr þessu hið snarasta!! hér hef ég skrifað hvern pistilinn á fætur öðrum og ekki getað vistað hann, fullt tilefni til málsóknar á hendur þeim vesaling sem stýrir gufuvélinni sem knýr netið. Ég er Íslendingur og verð það alltaf, það er makalaust hvað þjóðerniskenndin og ættjarðarástin eru sterk, tökum dæmi,,, í dag spurði mig fávís innræktaður dani hvort þeir ættu ekki skerið sem ég hröktist frá, maður þessi mun seint jafna sig á pistli þeim er ég las yfir hausamótum hans, þar kom ég inná þá þekktu staðreind að við erum orginal víkingar og hetjur, fallegasta kvenfólkið og sterkustu menn heims svo langt aftur að elstu menn muna ekki rass, guð blessi veðravítið Ísland og alla ábúendur þess bless,

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur sent mér póst á gomez@simnet.is

1:41 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Danir geta sagst hafa átt okkur einhverntíma, en ekki gátu helvítin búið hérna sjálfir, enda búskussar sem nenna ekki að vinna og kunna ekki að moka snjó.

3:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home