þriðjudagur, mars 28, 2006

Er óhollt að reykja?

Ég held ekki, nú reykja danir eins og þeim sé borgað fyrir það stórfé og ekki detta þeir niður dauðir útum allt. Nei! þeir hlaupa og hjóla eins og það sé skemmtilegt og eru alltaf kátir, þetta vekur að sjálfsögðu spurnir hjá mönnum eins og mér sem eru hættir að reykja og dauðsjá eftir því oft á tíðum. Lars Ole vinnufélagi minn er gott dæmi, hann er að keyra svona gámabíl eins og ég, hann reykir og bölvar all svakalega (gengur einnig í tréklossum) og ekkert svosem athugavert við það, nema hvað að kauði átti frí í dag og mætti á stað sem ég var að vinna á í fjólubláum og skrautlegum spandex galla með einhvern keppnis reiðhjóla hjálm og á þessu líka fína keppnis reiðhjóli. Neil Armstrong hefði fengið ristilkrabba hefði hann séð þetta, kappinn sté af fáknum, sagði farir sínar sléttar og kvaðst hafa hjólað margar mílur í dag svo tók hann upp prins pakkan og svældi í sig, ég glápti bara á hann og vissi að svona vildi ég verða þegar ég yrði stór. Reykingar eru gefandi og skemmtilegur félagi á lífsleiðinni, ég sakna þess daglega.
Góðar stundir.

4 Comments:

Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Danir hafa líka tíma til að stunda íþróttir og heilsurækt - ekki eru þeir í vinnunni! Þetta pakk vinnur ekki rassgat, tólf tíma á viku eða eitthvað, og hefur því alveg tíma til að fara út að labba og hreinsa tjöruna úr æðum sér. Gaddemitt, ég vinn meira á hverjum degi en meðaldani á mánuði.
Það er samt oft gott að reykja...

7:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ástin mín, það er óhollt að reykja. Ekki voga þér......

11:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér skilst að reykingar fari fyrst að hafa áhrif eftir þrítugsaldurinn þegar fer að hægjast á líkamsstarfseminni þ.e. hafi maður reykt frá blautu barnsbeini eða þar um bil. Þannig að þá hlýtur að vera í lagi að klára kvótann og hætta svo svona upp úr þeim aldri því þá verður maður hvort sem er sjálfkrafa offitusjúklingur og sígarettur,whisky,og síglaðar meyjar heyra brátt sögunni til.

3:18 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Alveg satt Árni minn, við áttum okkar stundir.

6:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home