mánudagur, maí 29, 2006

Brennivín

Einu sinni fórum við Pétur á Brennivínsfyllerí, það var skrítið! núna er mánudagur og ég er að sötra Íslenskt Brennivín mér til heilsubótar, þeir sem hafa eitthvað útá það að setja mega éta gamalt rúgbrauð með kæfu! Elska ykkur öll og mest þó börnin mín fallegu og blessaða kerlinguna sem er einmitt á námskeiði núna, annars væri ég ekki að sötra brennivín skelörö?

laugardagur, maí 27, 2006

Yndið mitt og ég

 Posted by Picasa

miðvikudagur, maí 24, 2006

Staðið á öndinni

Það er önd í vinnunni minni, hún er voða gæf og kvakar mikið. Ég stóð mig hinsvegar að því um daginn að ég var að spjalla við hana og áttaði mig á að það var fólk að horfa á mig og Andrésínu önd, hvað ætli fólk hafi haldið? ég röflandi á íslensku við danska önd! hverjar eru líkurnar á að hún skilji mig?

Það er kominn nýr verkstæðismaður hjá 3V (þar vinn ég) og hann er nánast heyrnarlaus, hann les af vörum og talar eins og heyrnarlausa leikkonan sem aðeins Ingvar veit hvað heitir.
Nema hvað að hann les af vörum og skilur ekki baun sem ég segi, svo skil ég hann ekki þegar að hann segir að hann skilji mig ekki, ágætis náungi engu að síður þó hann hlusti ekki á mann

sunnudagur, maí 21, 2006

Bros

Þetta er mínir ágætu bræður, ég á samt tvo í viðbót einhverstaðar á fróni, svo á ég tvær systur og eina mömmu. Svo er það pabbi og afi, amma er dáin og hin líka, ég á frænda í sveit og frænku sem er skrítin. Ari fróði var skildur mér áður en hann dó, þá var ég ekki til.
Ég held að Gaui litli og Ögmundur Jónasson séu ekki frændur mínir þó gæti það verið, lauslæti og hórdómur er aldrei langt undan.
Ef þú ert frændi minn, láttu mig þá vita. Maður verður að fylgjast með svona löguðu.
En ef þú ert ekki frændi minn en vilt vera það, hafðu þá samband og við getum athugað hvað við getum gert. En ef þú vilt ekkert af mér vita og þolir mig illa, láttu mig þá líka vita. Posted by Picasa

fimmtudagur, maí 18, 2006

Gestauppgangur

Hér hafa verið gestir og gangandi upp um alla veggi, það er ekki leiðinlegt og bráðum kemur næsta holl, Afsakið letina í blogginu, úr því verður bætt hið snarasta, ég er búinn að fá launahækkun og eigandinn er að spá í að ættleiða mig, annars fer Silvía að stíga á stokk svo ég kveð með kurt og bí.

ég sakna mömmu

Ykkar maður í mörk dana.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Er það sem áður var

Ég er í stuði þessa dagana, og fer mikinn! vinn eins og Íslendingur og drekk eins og dani í afmæli bróður síns heitins.
Nú fer hann karl faðir minn og hans ágæta frú að koma í vísiteringu, völlur á þeim hjónum, með þeim verður minn príðilegi yngri bróðir Númus og er það hið besta mál, tilgangur þeirra er ferming Laufeyar sunnu frænku og ljúfmenni, þar verður glatt og glens og glaumur eins og vant er á því heimili, ég sakna vina minna á Íslandi og græt því hér með........ góðar stundir.