mánudagur, október 02, 2006

Íþróttabjálfinn

Síðustu þrjár vikur hefur undirritaður verið duglegur í líkamsrækt og hollustu, samt sit ég fastur í 87kílóum og hreyfist ekki þaðan, furðulegt?.
Það er gaman að fara í ræktina og sjá hvernig hinir gera, sumir eru svaka klárir og gera svona æfingar sem ég gæti aldrei án þess að togna eða brotna, aðrir labba um og dæsa þungt yfir því hve þetta er erfitt, svo eru þeir sem eru alltaf að hnikkla vöðvana og horfa á sig í speglinum, það er allavega gaman að horfa á þetta góða fólk berjast til betri heilsu og fallegum kropp.
Það er komin hellings tilhlökkun í okkur að fara til íslands og hitta alla, það verður stuð mikið.

Litla barnið mitt er með hita og er voða slöpp, hún vill bara kúra hjá manni og það er besta tilfinning í heimi! hún er einmitt núna að kalla á mig bæbæ.

Óskarinn

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara eins og cartman í south park stórbeinóttur

10:08 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Já auðvitað!!!!

10:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég kem svo fljótlega að æfa mér þér og Jónínu, og verð örugglega ein af þeim sem er alltaf að horfa á sjálfan sig í speiglunum ;-)heldurðu það ekki? NOT!!!!
nei held ekki, ég læt lítið fyrir mér fara.(eins og alltaf (",)
vona að Pretinu fara að batna.
kveðja kolla og Co

10:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home