þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Tilkynning til veffarenda.

Við hjón höfum ákveðið að eiga von á öðru barni, barn þetta er með áætlaðan komutíma seint í maí, þetta er gert gagngert til að fá hærri barnabætur. Það er alveg ótrúlega gott að vera kominn heim aftur, ég er greinilega að skjóta rótum hér í danmörkinni og það er sko ekkert slæmt.
Því er nú ver að við gátum ekki heimsótt alla sem okkur langaði, þið verðið bara að fyrirgefa okkur það elskurnar okkar, Kiddi Gall og frú koma á morgun og verða í vikutíma, fleira er ekki í fréttum, góðar stundir.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til haminggju með bumbubúann ;) og rosalega var gaman að sjá ykkur :D

Bengtan

11:38 f.h.  
Blogger Guðrún said...

Það er ekkert annað bara...Til hamingju með bumbuna.

1:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

VILDI BARA SEGJA er alveg samála þér.
HEIMA ER BEST, OG ÞÁ MEINA ÉG Í DK;)

6:13 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú ert svo svaðalega góður við konuna þína að hún þarf að fara á spítalann. Juminn.

Til lukku með hann Ingvar litla, sem kemur í heiminn þann 1. maí, á þjóðhátíðardegi kommúnista.

2:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vona að bumbubúinn verði jafn yndisleg/ur og frumburðurinn. Innilega til hamingju :)
Knús frá Holmkærvej
(sem er ekkert rosalega langt í burtu)

- LS

9:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna.
Lukka til ykkar mér frá.
Yoda

5:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bumbubúann...
en varla meinið þið þetta:
"þetta er gert gagngert til að fá hærri barnabætur." :)

1:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home