miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólabarnið mitt

Þarna var mikið hlegið, ég nenni ekki að skrifa meir, nóg að gera sjáðu Posted by Picasa

sunnudagur, desember 17, 2006

Brúðarkaup er afmælt um eitt ár

Í dag eigum við Jónína eins árs brúðkaupsafmæli. Ég gæti ekki verið heppnari með konu þó um alla veröld væri leitað, ég ætla að verða gamall með henni.... eða öllu heldur langt á undan henni samanber lagið mitt"verða gamall með þér". ég er rómó í dag og fíla það fínt, nú ætla ég að fara og kissa kellu. bæbæ.

föstudagur, desember 15, 2006

Hver má hvað og af hverju?

Góð spurning! Sem dæmi þá er það endalaust asnalegt þegar fólk kallar sig "listamaður" án þess að eiga fyrir því. Hvort sem það er ljóð, leik eða tónlist þá er það ekki viðkomandi sem getur byrjað að kalla sig "listamann" og komist upp með það. Listamaður er nafnbót og nafnbót er alltaf áunnin, sem dæmi um það þá er Erró "mikill listamaður". Á hinn bóginn er hægt að segja að manneskja sem numið hefur list sé "listamaður" og get ég tekið undir það að vissu marki, en verð þó að segja að ansi margir menntaðir, eru hreint slakir og ekki verðugir þessari nafnbót. Til þess að öðlast téða nafnbót þarf neitandi/njótandi listarinnar að bera hróður viðkomandi manna á milli og fyrr en varir er viðkomandi orðinn "listamaður" í augum fólksins. Þá og ekki augnabliki fyrr er skapaður listamaður. Svo þeir sem ganga um með þá flugu í höfðinu að það sé nóg að taka sér listamannsnafn og þekkja Megas til að vera "listamaður". þeir gætu vart verið fjarri lagi.

Hvað finnst þér?.... er þetta bull?

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jólasveinn


Þessir alræmdu jólasveinar eru komnir á stjá og aldrei verið vinsælli. Ég er talsvert áttavilltur því ekki virðist á hreinu hve margir eru starfandi í þessum geira. Samkvæmt Bandaríkjamönnum er hann einn og heitir santaclaus/saint nick og er samkvæmt nafninu dýrlingur (saint claus) santa er Ítalska og því mætti ætla að þarna væri kaþólskur munkur á ferð en svo er ekki. Þarna er hugmyndavinna Bandarísks snillings að nafni Haddon Sundblom. Haddon skapaði þennan góðláta karl fyrir Coca cola uppúr 1920 í auglýsingaskini. En förum aftar í tíman því ekki skapaði Haddon sveinka úr engu.


Saint Nicholas, Biskup í Myra (nú Demre í Tyrklandi) kemur í leitirnar sem fyrsta vísbending um kauða. Hann fæddist 280 eftir Krist og varð eftir sinn dag gerður að dýrling yfir ungabörnum, sjómönnum, námsmönnum og Rússlandi!.
Saint Nicholas, Gift-Bearer to Europeans kemur næst og er sennilegast rótin af þessu sem við sjáum í dag, þetta er sami maður en önnur ímynd. Fram undir 1200 óx hróður hans mjög í evrópu og hann var þekktur sem "Miracle Maker", af Rússum. Um 1300 var hann orðinn "Gjafarinn" í frakklandi og því má ætla að þaðan þróist Jólasveinn nútímans.


Svo kemur Íslenska útgáfan, 9 eða 13 að tölu og alls ekki frínilegir ásjár. Sem synir skessunar Grýlu og tröllsins Leppalúða hrelldu þeir forfeður okkar með pervisnum áráttum hvers og eins. Það er ekkert fallegt við þessa sveina og sem dæmi um það er nöfn þeirra, Stúfur, Stekkjastaur, Ketkrókur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Askasleikir, Hurðaskellir, Gáttaþefur, ofl.
Giljagaur er afskaplega merkilegt nafn því það að gilja er að hafa mök og hefur því verið varpað upp hvort kauði hafi "Giljað" fé landsmanna. Önnur kenning er sú hvort kloflengd gaurs hafi spannað gil í einu skrefi.
Jóla hvað????

fimmtudagur, desember 07, 2006

Kvennagullið

Já maður hafði lítinn frið fyrir stelpunum í útilegunum,,,, það held ég nú... Posted by Picasa

þriðjudagur, desember 05, 2006

Stelpurnar

Ég er svo stoltur af stelpunum mínum, þær eru svo fallegar og svo á ég gullfallegan strák líka. Lífið er þau og ekkert annað Posted by Picasa

sunnudagur, desember 03, 2006

Dagur sunnu

Helgin liðin börnin góð. Ég átti fína helgi þar sem margt rak á fjörur mínar, ég sé um Petrínu á næturnar og það er bara basl að fá þennan orm til að sofa í rúminu sínu. Ég er ekki mikið búinn að sofa undanfarið, ég er svo illa haldinn af svefnleisi að það hálfa væri sko fínt, ég fæ þetta yfir mig öðru hvoru og það er mjög pirrandi. Fór út í gær með Kollu, Hrefnu og vinkonu Hrefnu sem ég man ekki hvað heitir, það var mjög gaman. Við fórum á Train á svona eurovisionkvöld þar sem hljómsveit spilaði fullt af ömurlegum lögum. Þetta var samt þrælfínt kvöld og Kolla skemmtileg að vanda, slær ekki feilpúst kellingin. Svo var auðvitað mikil þynka og kom Jónínan mín mér til bjargar og hugsaði vel um garminn. Fleira er ekki í fréttum, góðar stundir.