mánudagur, mars 06, 2006

Enginn er verri þótt hann vaki

Ég hef alla æfi átt erfitt með svefn þá meina ég að ná svefn, þegar svefninum er náð þá á ég ekkert erfitt svo ég viti. Í gærkveldi fórum við hjú til rekkju á mjög kristilegum tíma ca 10, það var notalegt í alla staði og áður en langt um leið var frú Jónína sofnuð, ég átti ekki sömu lukku að fagna svo ég vakti hana auðvitað til að segja henni að ég væri ekki sofandi, þegar þarna er komið við sögu er klukkan um 12, ég spjallaði við kvinnu og svo fór að hún sofnaði aftur. Þarna lá ég einn í nóttinni skíthræddur við að verða andvaka, það er nefnilega ekki neitt spaug að aka fluttningabíl hálfsofandi í Aarhus! svo varð klukkan eitt.......hálf tvö.......þrjú...... bæ ðö vei þá átti ég að byrja að vinna hálf sex! ég lá þarna eins og hálfviti og gat ekki annað þangað til ég fór á fætur klukkan fimm! ósofinn!!! frábært og æðislegt í alla staði!!! ég byrjaði að vinna og var bísna teygður og tussulegur, nú er klukkan hálf níu kvöldið eftir og ég hef sofið í tvo tíma á síðustu 36tímum! ég er að fara að sofa og það er ekkert sem getur stoppað mig heheheheheheheheh.

Við þá sem óttast um geðheilsu mína vil ég segja. Góða nótt.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo ungur kallinn minn ræður alveg við þetta

9:01 e.h.  
Blogger Guðrún said...

ææ ekki gott að heyra...en það er ýmislegt hægt að gera við svona..Jónína ætti að geta hjálpað þér við það;)Þú gætir gert 200 Armbeyjur með hana á bakinu eða 300 magaæfingar með hana á mallanum...svo margt annað líka.

11:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki gott að keyra. Skýrslugerð í 11 tíma á dag hljómar betur en andvökunætur af ótta við vinnu....já VINNU daginn eftir. Að vinna er glatað. Gerði það einu sinni en hætti því og fékk mér almennilega vitleysu.

7:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæpp pabbi þér langaði svo að ég myndi blogga hér þannig að ég gerði það og hlakka ekkert smá til að hitta þig í júlíbæpp

9:45 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Mér líður betur núna, enda er Bjössi í heimsókn og hann ætlar að hjálpa mér með armbeigjur dauðans....

9:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú verður bara að fá´þér svefntöflur eins og gamla fólkið...þú er nottla svo gamaldags, heheheh;)

Annars er allt gott að frétta af honum pabba mínum, hann er framkvæmdarstjóri hjá Helgafelli...er samt bara eini starfsmaðurinn ennþá!

En jæja, bið að heilsa stelpunum þínum!

Kveðja Þurý

7:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú veist ef þú yðkar sjálfsfróun er léttara að lulla á eftir

8:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home