fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Dagar tíðinda og leiðinda.

Mörgu að fagna þessa dagana, móðir mín Skilar af sér á morgun sextugasta og sjöunda árinu með brosi á vör (verð að muna að hringja).
Ingvar minn kemur eftir viku, sviðakjammar og pungar væntanlegir með vorskipinu.
Top model vertíðin búin.
Og síðast en ekki síst American Idol að byrja hér í DK, óskapar truntuskapur er það nú hjá dönum að vera svona seint á ferðinni með þetta! Maður þarf að fara í einangrun til að vita ekki hvað verður! Það þarf að taka á þessu máli.
Ég fór í klippingu í dag og það var hundleiðinlegt, ég þoli ekki að láta klippa mig og vera með hár útum allt, hvar er Símon? Hann hefur þjónustað höfuð mitt lengi og hann passar að ég fái ekki allt hárið uppí mig, hann er endalaust tillitsamur og nærgætinn í alla staði. Meðan þessi illa klippandi trunta réðist á höfuð mitt eins og um heyskap væri að ræða og vildi fá andvirði tveggja og hálfs Carlsberg kassa fyrir! er það furða þó maður skvetti duglega í sig? Að þessu sögðu kveð ég og þakka þeim sem hlíddu, góðar stundir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi voðalega ertu tillitsamur að klippa þig fyrir heimsókn mína ;)
Hlakka geggjað til að koma og passa. Mér líður eins og ég sé 12 aftur... ég vil fá 200... nei 250 kr. á tímann. Nei segi bara svona.

11:05 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Heyja Denmark.

Hér sé stuð og fjör. Ég er samt að reyna að bjalla á þig, en þá kemur einhver dönsk kona í símann og segir mér eitthvað varðandi símann á dönsku... sem ég skil einmitt ekki ófullur. Held þessi kona sé fyrirfram hljóðrituð af símakompaníinu þínu.

Nú, við bara sláum á þráðinn hvor til annars (eða til annars hvors) seinna.

11:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

buy ativan ativan withdrawal weight loss - ativan online prescription

6:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home