fimmtudagur, mars 09, 2006

Gert er ráð fyrir stormi......................


Það hefur verið talsvert hlýrra á fróni en hér í baunverjalandi nú í vetur og þá er ég nú hættur að skilja þessa vitleysu! ég flutti ekki hingað til að láta mér verða kalt út í eitt...
Veturinn í fyrra var sá kaldasti í 40ár hérna og þessi vetur er virkilega að reyna að gera betur, það er kalt alla daga! En það mun vora fljótlega og þá er næsta víst að maður verður ekki fjarri góðu gamni.
Hérna er mynd af litla englinum mínum sem er nýorðin 5 mánaða. hún er frábær eins og mamma hennar. Þið eruð líka frábær, klöppum fyrir okkur öll sem eitt, svona já,, og teygja,, og rétta,, Þá verður þetta ekki lengra í bili,,, góðar stundir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf best að vera hér heima. Sjáumst hress og kát

8:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er algjör engill alveg eins og pabbi sinn og mamma...
Ég sakna ykkar LUF JÚ

4:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home