þriðjudagur, apríl 11, 2006

Eiðist það sem af er tekið.

Já svo er nú það, ég hef einhverstaðar tapað 6 kílóum undanfarið, af nógu er að taka því 91 kíló sitja eftir og mættu svona 6 fara til viðbótar, nú er ég að verða 35 og hugsa oft um það hvað varð um síðustu 15 ár, þá fer ég að líta til baka og sé að þessi ár voru hreint ekki slæm, þó svo að maður hafi gengið á hvern vegginn á fætur öðrum og tekið rangar ákvarðanir þá er ég þokkalega sáttur.
Það var aldrei logn og rólegt hjá mér, ég var alltaf að, spilaði mikið fór víða og kláraði allt af batteríunum hvað eftir annað eins og margir, á þessum tíma kynntist ég mörgu góðu fólki og lærði óhemju margt.
Nú sit ég hér í Danmörkinni og er giftur dásamlegri konu sem elskar mig eins og ég er, ég á tvö fullkomin börn og góða ættingja, hvað er hægt að byðja um meira? Commentið hvort sem ég þekki yður eður ei.

2 Comments:

Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú ert líka frábær, svo þú átt þetta allt skilið.
Biðja er ekki með ypsiloni.

Ég byð að heilsa kerlu (híhí).

12:27 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Ég er ypsilon blindur elsku pungurinn minn, bið að heilsan batni

5:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home