föstudagur, mars 10, 2006

Ræðumaður dauðans

Púff!!! Ég hef þann einstaka hæfileika að lenda alltaf í einhverju veseni og undarlegum uppákomum, í dag fór ég á fund með sendiherra Íslands í danmörk. Svavar Gestsson fyrrverandi Alþýðubandalagsmaður og töffari í alla staði, hann var frábær og sýndi málefnum mikinn áhuga, verra var þegar hann bað mig að standa upp og halda tölu fyrir konsúlinn nýráðinn, ég er ekki það góður í dönsku!!!! en gerði það samt og bara gaman.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er møguleiki å ad få ræduna ordrétt å netid . Tad liggur vid ad ég myndi greida fyrir adgang !!



BRO

7:29 f.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svavar Gests er kommúnisti. Mig langar að benda á að hann var í ríkisstjórn þegar verðbólga fór upp fyrir 70% vegna efnahagslegrar óstjórnar og fólk missti húsin sín í lange baner.
Svo glutraði hann í sjóinn allnokkrum ómetanlegum listaverkum í eigi þjóðarinnar fyrir fáum árum.
Hinsvegar má telja honum það til tekna að hann gerði mikið fyrir þroskahefta og studdi þá og þeirra fólk og ar það hið besta mál.
Meira að segja kommúnistar eru ekki altaf alslæmir.

7:37 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Ræðan er one hit wonder og ekki til endurtekningar.


Kommi eður ei, alúðlegur fýr og hress

9:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finst að Svavar Gests eða Davíð Odds eða bara báðir ættu að vera einræðisherrar á íslandi en ég er svoldið skritin þannig að þetta skiptir ekki máli

4:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrði að þú hefðir staðið þig eins og hetja.
Farið nú að kíkja við í Lystrup, erum farinn að sakna ykkar

12:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég þekki þig rétt ástin mín þá hefur þú staðið þig frábærlega. Danskan þín fer batnandi með degi hverjum og er orðin bara ansi góð. Þú ert æðislegur. Luv u
Konan :)

1:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home