þriðjudagur, mars 21, 2006

Morgunstund

Ég þarf alltaf að vakna klukkan 5 á morgnana til að fara í vinnuna, það var ekki beint auðvelt til að byrja með og kallinn oft ansi beyglaður síðdegis, nú horfir annað við, það er bara fínt að fara snemma út og horfa á sólina koma upp um 5:30. Í dag var frábært veður og fyrsta vísbending um vorið komin, bændur eru farnir að dreyfa og vökva, blóm í vegkanti og bara vorlykt í lofti. Þetta er algjörlega besti tími ársins og ég elska ykkur öll afar mikið, Fögnum vori og striplumst í dögginni.
Kveðja
óskarinn ykkar allra.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mmmmmmm já maður ætti nú að taka þig til fyrirmyndar með að vakna svona snemma en skella sér bara í leikfimi... Annars er vorboðinn ljúfi farinn að láta heyra í sér hér (mótorhjólin) þannig þetta fer nú allt að koma. Væri best að kíkja til ykkar bara svona til að fá lyktina!
kv Ásta-og Árni biður að heilsa er búinn með hnén á sér -hann var að múra bílskúrsgólfið!...

9:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já vorið er nú rómantískt og léttir lundu gamalla manna sem eru búnir að fá nóg af frosti og kulda og þrá ilm og birtu vorsins Hvaða taugaveiklun er þetta annars hjá Ástunni? Þetta var bara smá sementsbruni sem dugði þó til að fá frí í vinnunni á mánudaginn.

1:43 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þið eruð æðisleg

5:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home