miðvikudagur, mars 22, 2006

Enginn verður óbarinn nágranni

Svo er nú það, ég sit hérna með skjálfta og adrenalínið flæðir um æðar mér, þannig er að rétt áðan er bankað og Jónína fer til dyra, svo heyri ég að hurðinni er skellt og Jónína æpir á mig! ég spratt upp og rauk fram og út og bjó mig undir að berja mann og annann, ég var viti mínu fjær af reiði því ég bjóst við hinu versta, þar stóð þessi stóri pakistani sem býr hérna í næstu íbúð og var mikið reiður ég byrjaði á því að öskra á hann hvaða læti þetta væru og bauð honum að ég myndi ganga í skrokk á honum, þá var hann fúll yfir því að við settum alltaf sígarettustubbana hans á þröskuldinn hans, ég gerði honum það alveg ljóst að því mundi ég aldrei hætta og bauðst aftur til að lemja þennan stóra mann, hann þáði það ekki og þá hófust miklar rökræður sem enduðu með því að hann lofaði að hætta þessum sóðaskap.
Ég fer inn og þá leiddi Jónína mér það fyrir sjónir að þetta hafi nú verið óþarfa æsingur og full mikil karlhormón af minni hálfu, tíu mínútum síðar banka ég hjá kauða og bað hann afsökunnar á þessum tilboðum um barsmíðar, hann tók vel í það og nú erum við vinir. Hvað má nú læra af þessu???

10 Comments:

Blogger Guðrún said...

úffffff..þetta var bara rosalega spennandi.

12:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

maður lærir að.... lýsnar eru smærri en mýsnar!!

10:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef við setjum þetta í dæmisögusamhengi þá er lokapunkturinn sá að þótt menn séu skapmiklir og hafi vilja ljónsins til að verja fjölskyldu sína þá eru þeir hinir sömu oft fljótir niður aftur og eru linkindur inn við beinið og nánast rétta fram hinn vangann til að halda friðinn sé þess þörf. Þannig menn eru meiri meiri karlmenni fyrir vikið og öðlast umbun sem felst í því að vingast við óvininn sem aftur verður til þess að þeir öðlast sálarró og vellíðan. Þú ert Óskabarn Íslands sverð þess og skjöldur og ef allir væru eins og þú væri heimurinn góður.
Ps. nei ég er ekki drukkinn.

5:21 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

5:22 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Árni minn, þú ættir að vera rithöfundur, þakka skjallið gamli vinur

5:25 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Já Guðrún þetta var mjög spennandi og óþægilegt eftir á

5:26 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þórdís mín, hvernig í ósköpunum getur þetta máltæki átt við? veistu meiningu þess?

5:29 e.h.  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það sem læra má af þessu er:

1. Pakistanar eru sóðapakk og síreykjandi.

2. Ekki hóta að berja araba nema standa við það.

3. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og ekkert eitt dýr má níðast á öðru dýri. Það er hinsvegar í lagi ef tvö eða fleiri taka sig saman og leggja eitt í einelti.

1:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef ekki hugmynd. Vissi ekki einu sinni að þetta þýddir eitthvað. Mig langaði bara að skrifa eitthvað. Alltaf gaman að vera með!!!

2:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Luv u elskan mín ; )

10:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home